Enski boltinn

Bent frá í þrjá mánuði | Missir líklega af EM

Bent liggur hér sárþjáður eftir að hafa meiðst.
Bent liggur hér sárþjáður eftir að hafa meiðst.
Aston Villa og enska landsliðið urðu fyrir áfalli í dag þegar í ljós kom að framherjinn Darren Bent spilar líklega ekki meira í vetur og mun þar af leiðandi einnig missa af EM í sumar.

Bent meiddist á ökkla í deildarleik gegn Wigan á dögunum. Talið er að hann verði frá í þrjá mánuði.

Það þýðir að hann getur ekki spilað aftur fyrr en í lok maí og EM hefst í byrjun júní. Hann myndi því missa af undirbúningnum og yrði væntanlega ekki valinn í hópinn.

Bent átti að vera í lykilhlutverki og sérstaklega þar sem Wayne Rooney verður í leikbanni fyrstu tvo leiki mótsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×