Réttlæti og raunsæi að leiðarljósi Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra skrifar 27. febrúar 2012 07:00 Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Drjúgur hluti þjóðfélagsumræðunnar hefur að undanförnu snúist um skuldavanda heimilanna. Það er skiljanlegt. Gengislánadómur Hæstaréttar um miðjan mánuðinn setti málið í nýjan farveg og vakti spurningar um leið og hann gaf fyrirheit um frekari niðurfærslu lána á kostnað bankanna. Samtímis er þess krafist að stjórnvöld beiti sér fyrir almennum afskriftum húsnæðislána að því marki að heimilin geti staðið í skilum og nái á ný jafnvægi og viðspyrnu. En allar aðgerðir verður að ígrunda og greina þarf aðstæður rétt. Góð eiginfjárstaða fjármálafyrirtækja hlýtur til dæmis að greiða fyrir því að dómi Hæstaréttar verði fullnægt og þúsundir lántakenda fái leiðréttingu sinna mála. Því miður er það svo að allar tillögur um flata niðurfærslu, færa ekki skuldir niður heldur færa þær til. Enda gufa skuldir ekki upp. Ýmist er verið að færa skuldir yfir á skattgreiðendur eða á börnin okkar og komandi kynslóðir. Þeir sem fara vilja leið flatrar niðurfærslu lána verða því að upplýsa hver eigi að borga brúsann. Æ fleiri átta sig á því að töfralausnir eru ekki til og íhuga á þeim grundvelli hvað sé til ráða. Skuldastaða heimilanna verður áfram eitt af stóru málunum á borði ríkisstjórnarinnar. Leitin að sanngirni og jöfnuði heldur áfram þar sem samfélagið léttir þeim róðurinn sem harðast voru leiknir í kreppunni. Í þessu sambandi má minna á þá staðreynd að meiri jöfnuður ríkir nú í íslenska þjóðfélaginu en árin fyrir hrun. Við kvikum hvergi frá því að finna lausnir jafnvel þótt erlendir álitsgjafar, eins og Lars Christensen, sérfræðingur hjá Danske Bank, telji víst að nú þegar sé Ísland „heimsmeistari í að færa niður skuldir heimilanna". Unnið að lausnSérstök ráðherranefnd vinnur að mótun úrræða fyrir þann hóp sem fór á mis við 110 prósenta leiðina vegna svonefndra lánsveða. Einnig er verið að kanna leiðir til að koma til móts við þá sem keyptu sína fyrstu eign þegar fasteignaverð var í hæstu hæðum. Til athugunar er hvernig minnka megi umfang verðtryggðra lána. Ég vænti þess að breið samstaða náist í þinginu um niðurstöðu þess máls. Það tekur mig sárt að heyra af bágum kjörum og vonleysi þeirra sem reynt hafa sitt ítrasta til að standa í skilum, þrátt fyrir verulega aukna greiðslubyrði af völdum hrunsins. Erfiðust er glíma þeirra sem ekki hafa vinnu. Í mörgum slíkum tilvikum dugar fátt annað en sérsniðnar aðgerðir. En margt vekur nú vonir um betri tíð. Dregið hefur úr vanskilum. Tölur FME sýna að um mitt ár 2010 voru 34 prósent í vanskilum við bankanna. Nú í febrúar er þetta hlutfall komið niður í 20 prósent. Nýjar tölur um gjaldþrot einstaklinga benda í sömu átt. Ef horft er til síðustu 10 ára voru gjaldþrot einstaklinga 50 prósentum fleiri að meðaltali en þau voru að jafnaði undanfarin þrjú ár. Ýmislegt bendir til þess að umræðan um skuldavanda heimilanna sé raunsærri en áður. Með raunsæi, aðgát og samstöðu að leiðarljósi viljum við leita að farsælli og réttlátri lausn á skuldavanda þeirra sem enn eru í nauðum staddir.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar