Umfjöllun og viðtöl: Valur - Fram 23-28 | Fram leiðir einvígið 1-0 Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hliðarenda skrifar 2. maí 2012 18:31 Stella fór á kostum í kvöld. mynd/vilhelm Fram skellti Íslands-, bikar-, deildar- og deildarbikarmeisturum Vals 28-23 í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Fram leiddi allan leikinn og var sigurinn í raun öruggur. Fram leiðir því einvígið 1-0. Fram byrjaði leikinn mun betur og leiddi leikinn frá upphafi til enda. Fram náði sex marka forystu þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Valur náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik, 14-11, en Fram hóf seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri og jók forskotið fljótt aftur. Fram lék frábæran varnarleik og náði að halda lykilmönnum í liði Vals algjörlega niðri. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði ekki mark í leiknum auk þess sem Valur skoraði ekki mark úr hraðaupphlaupi fyrr en á 42. mínútu enda varnarleikur liðsins ekki góður og markvarslan engin. Fram virkaði einfaldlega hungraðara í leiknum og mun baráttuglaðara. Guðrún Ósk Maríasdóttir var góð í markinu fyrir aftan sterka vörnina og í sókninni fór Stella Sigurðardóttir á kostum en hún skoraði 12 mörk í aðeins 16 skotum. Stella meiddist þegar níu mínútur voru eftir af leiknum og þá stigu samherjar hennar upp og sáu til þess að Valur næði ekki að gera leikinn spennandi þó liðið reyndi framliggjandi vörn til að brjóta leikinn upp. Stella: Vorum grimmariStella ræðir hér við þjálfara Vals.mynd/vilhelm„Við vorum mun grimmari í þessum leik. Við mættum ákveðnar til leiks og mér fannst þetta vera öruggt allan leikinn. Vörnin var góð og markvarslan öflug í kjölfarið," sagði Stella eftir leikinn en hún segist fullviss um að hún verði búin að jafna sig af krampanum sem hélt henni utan vallar síðustu mínútur leiksins. „Við ætluðum að mæta ákveðnar til leiks því við lentum 6-1 undir gegn þeim síðast. Við vorum ákveðnar í að byrja leikinn vel og það skilaði sér. Það er líka erfitt að vera að elta og því var mikilvægt að byrja svona vel. Það er líka mikilvægt fyrir sjálfstraustið að ná fyrsta sigrinum hérna, „Munurinn fór minnst niður í þrjú mörk og það kom aldrei nein hræðsla í liðið. Við náðum alltaf að halda okkar striki og spila okkar leik. Þetta gekk mjög fínt," sagði Stella sem segir sigurinn fylla liðið sjálfstrausti. „Það er alltaf talað um Val sem betra liðið en núna vitum við að við getum unnið þær en við vitum líka að við þurfum allar að eiga góðan leik til að sigra þær. Þegar við töpuðum fyrir þeim í deildinni þá var hugarfarið ekki rétt stillt hjá okkur. Við gerðum mikið af klaufa mistökum sem okkur tókst að halda í lágmarki í kvöld. Þetta var frábær leikur frá fyrstu mínútu," sagði Stella að lokum. Einar: Byrjunin kveikti í okkurmynd/vilhelm„Við sýndum það frá fyrstu mínútu að við ætluðum okkur þetta. Við vorum mjög grimmar og spiluðum þaðan sem frá var horfið gegn ÍBV og jafnvel bætt aðeins í. Þetta var virkilega flottur sigur," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. „Við erum að spila gegn frábæru liði og að leggja þær að velli hér í Vodafone höllinni finnst mér vera stórkostlegur árangur. Við vorum mjög heilsteyptar í lokin. „Við fögnum þessu í 15 mínútur og þegar við göngum út úr húsinu þá þurfa leikmenn að fara að einbeita sér að næsta verkefni og ná líkama og sál í lag fyrir næsta leik. „Það var óvenju sjaldan sem það var stöngin út í dag hjá okkur. Mér fannst vörnin mjög góð lengst af og við byrjum vel. Við höfum ekki byrjað vel í leikjunum tveimur hér í vetur sem við töpuðum. Það gaf okkur aukið sjálfstraust. Byrjunin kveikti í okkur," sagði Einar. Stefán: Ætlum ekki að tapa fleiri leikjummynd/vilhelm„Við náðum okkur aldrei á strik og töpuðum gegn miklu betra liði hér í kvöld," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í kvöld. „Við spiluðum ekki nægjanlega góða vörn. Við reyndum þrjú afbrigði sem ekkert gekk. Þar að leiðandi var markvarslan ekki góð. Sóknarleikurinn var mjög dapur og við fengum engin hraðaupphlaup. Seinni bylgjan var léleg, heilt yfir þá spiluðum við illa. „Fram spilaði mjög vel og ef annað liðið spilar mjög vel og við svörum ekki þá fer þetta svona," sagði Stefán sem gaf ekki mikið fyrir að Fram hungri meira í titilinn eftir að hafa horft á Val fagna tvö síðustu árin. „Það er mikið hungur í okkur að ná þessum titli en maður spilar ekki alla leiki vel og við spiluðum því miður ekki vel í þessum leik og töpuðum. „Við þurfum að fara yfir þetta því það eru allt of margir hlutir í ólagi. Það skrifast á mig því leikmenn lögðu sig virkilega fram og ég þarf að líta í eigin barm og finna svör við þessu. Það eru margir leikmenn sem ná sér ekki á strik en við töpum sem lið og ég ber ábyrgð á þessu. Leikmennirnir reyndu en það gekk ekki. „Við höfum ekki tapað mörgum leikjum og ætlum ekki að tapa fleiri leikjum í þessu einvígi. Við ætlum að vinna þetta einvígi og vinna á föstudaginn en til þess að það gerist þarf margt að breytast," sagði Stefán að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Fram skellti Íslands-, bikar-, deildar- og deildarbikarmeisturum Vals 28-23 í fyrsta leik liðanna um Íslandsmeistaratitil kvenna í handbolta. Fram leiddi allan leikinn og var sigurinn í raun öruggur. Fram leiðir því einvígið 1-0. Fram byrjaði leikinn mun betur og leiddi leikinn frá upphafi til enda. Fram náði sex marka forystu þegar fyrri hálfleikur var rétt rúmlega hálfnaður. Valur náði að minnka muninn í þrjú mörk fyrir hálfleik, 14-11, en Fram hóf seinni hálfleik af sama krafti og þann fyrri og jók forskotið fljótt aftur. Fram lék frábæran varnarleik og náði að halda lykilmönnum í liði Vals algjörlega niðri. Hrafnhildur Skúladóttir skoraði ekki mark í leiknum auk þess sem Valur skoraði ekki mark úr hraðaupphlaupi fyrr en á 42. mínútu enda varnarleikur liðsins ekki góður og markvarslan engin. Fram virkaði einfaldlega hungraðara í leiknum og mun baráttuglaðara. Guðrún Ósk Maríasdóttir var góð í markinu fyrir aftan sterka vörnina og í sókninni fór Stella Sigurðardóttir á kostum en hún skoraði 12 mörk í aðeins 16 skotum. Stella meiddist þegar níu mínútur voru eftir af leiknum og þá stigu samherjar hennar upp og sáu til þess að Valur næði ekki að gera leikinn spennandi þó liðið reyndi framliggjandi vörn til að brjóta leikinn upp. Stella: Vorum grimmariStella ræðir hér við þjálfara Vals.mynd/vilhelm„Við vorum mun grimmari í þessum leik. Við mættum ákveðnar til leiks og mér fannst þetta vera öruggt allan leikinn. Vörnin var góð og markvarslan öflug í kjölfarið," sagði Stella eftir leikinn en hún segist fullviss um að hún verði búin að jafna sig af krampanum sem hélt henni utan vallar síðustu mínútur leiksins. „Við ætluðum að mæta ákveðnar til leiks því við lentum 6-1 undir gegn þeim síðast. Við vorum ákveðnar í að byrja leikinn vel og það skilaði sér. Það er líka erfitt að vera að elta og því var mikilvægt að byrja svona vel. Það er líka mikilvægt fyrir sjálfstraustið að ná fyrsta sigrinum hérna, „Munurinn fór minnst niður í þrjú mörk og það kom aldrei nein hræðsla í liðið. Við náðum alltaf að halda okkar striki og spila okkar leik. Þetta gekk mjög fínt," sagði Stella sem segir sigurinn fylla liðið sjálfstrausti. „Það er alltaf talað um Val sem betra liðið en núna vitum við að við getum unnið þær en við vitum líka að við þurfum allar að eiga góðan leik til að sigra þær. Þegar við töpuðum fyrir þeim í deildinni þá var hugarfarið ekki rétt stillt hjá okkur. Við gerðum mikið af klaufa mistökum sem okkur tókst að halda í lágmarki í kvöld. Þetta var frábær leikur frá fyrstu mínútu," sagði Stella að lokum. Einar: Byrjunin kveikti í okkurmynd/vilhelm„Við sýndum það frá fyrstu mínútu að við ætluðum okkur þetta. Við vorum mjög grimmar og spiluðum þaðan sem frá var horfið gegn ÍBV og jafnvel bætt aðeins í. Þetta var virkilega flottur sigur," sagði Einar Jónsson þjálfari Fram í leikslok. „Við erum að spila gegn frábæru liði og að leggja þær að velli hér í Vodafone höllinni finnst mér vera stórkostlegur árangur. Við vorum mjög heilsteyptar í lokin. „Við fögnum þessu í 15 mínútur og þegar við göngum út úr húsinu þá þurfa leikmenn að fara að einbeita sér að næsta verkefni og ná líkama og sál í lag fyrir næsta leik. „Það var óvenju sjaldan sem það var stöngin út í dag hjá okkur. Mér fannst vörnin mjög góð lengst af og við byrjum vel. Við höfum ekki byrjað vel í leikjunum tveimur hér í vetur sem við töpuðum. Það gaf okkur aukið sjálfstraust. Byrjunin kveikti í okkur," sagði Einar. Stefán: Ætlum ekki að tapa fleiri leikjummynd/vilhelm„Við náðum okkur aldrei á strik og töpuðum gegn miklu betra liði hér í kvöld," sagði Stefán Arnarson þjálfari Vals í kvöld. „Við spiluðum ekki nægjanlega góða vörn. Við reyndum þrjú afbrigði sem ekkert gekk. Þar að leiðandi var markvarslan ekki góð. Sóknarleikurinn var mjög dapur og við fengum engin hraðaupphlaup. Seinni bylgjan var léleg, heilt yfir þá spiluðum við illa. „Fram spilaði mjög vel og ef annað liðið spilar mjög vel og við svörum ekki þá fer þetta svona," sagði Stefán sem gaf ekki mikið fyrir að Fram hungri meira í titilinn eftir að hafa horft á Val fagna tvö síðustu árin. „Það er mikið hungur í okkur að ná þessum titli en maður spilar ekki alla leiki vel og við spiluðum því miður ekki vel í þessum leik og töpuðum. „Við þurfum að fara yfir þetta því það eru allt of margir hlutir í ólagi. Það skrifast á mig því leikmenn lögðu sig virkilega fram og ég þarf að líta í eigin barm og finna svör við þessu. Það eru margir leikmenn sem ná sér ekki á strik en við töpum sem lið og ég ber ábyrgð á þessu. Leikmennirnir reyndu en það gekk ekki. „Við höfum ekki tapað mörgum leikjum og ætlum ekki að tapa fleiri leikjum í þessu einvígi. Við ætlum að vinna þetta einvígi og vinna á föstudaginn en til þess að það gerist þarf margt að breytast," sagði Stefán að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Kemur liðsfélaga sínum til varnar: „Einn af uppáhaldsgaurunum mínum“ Tvö Íslendingalið áfram með fullt hús í Evrópudeildinni FH náði aðeins betri úrslitum á móti Gummersbach í þetta skiptið Uppgjör: Valur - Vardar 34-34 | Víti þegar leiktíminn var liðinn felldi Val Ásbjörn leikgreinir Gummersbach Valskonur til Málaga en Haukar mæta liði frá Úkraínu Snorri búinn að velja mennina sem mega spila á HM Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti