Maður gegn málefni Sigurður Líndal skrifar 2. maí 2012 08:00 Í greinarkorni eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. gagnrýndi ég íslenzka umræðumenningu fyrir það, hvernig rökum sé beitt gegn mönnum en ekki málefnum, enda er það gjarnan tekið sem dæmi um rökþrot. Daginn eftir fékk ég svo staðfestingu ummæla minna í grein eftir Þorvald Gylfason sem birtist í helgarblaði DV (27.-29. apríl). Þar ræðir hann sjálfstæði Hæstaréttar og Landsdóms og tilefnið er dómurinn yfir Geir Haarde og þá sérstaklega þau ummæli Geirs að dómurinn sé pólitískur. Fyrst víkur hann máli sínu að sjálfstæði dómstóla og segir að fáheyrt sé í lýðræðisríkjum sem vilja rísa undir nafni að dómstólar sæti afskiptum eða árásum af hálfu stjórnmálamanna, hvorki þegar mál séu fyrir dómi né eftir að dómur sé fallinn. En því sé ekki að treysta lengur og til stuðnings tekur hann eftirfarandi tvö dæmi. Hann segir: „Árið 1998 bar þó svo við, að Hæstiréttur úrskurðaði, að fiskveiðistjórnarkerfið bryti í bága við stjórnarskrána" og þar átti hann við mál sem Valdimar Jóhannesson höfðaði gegn ríkinu. Síðan bætir hann við: „Oddvitar ríkisstjórnarinnar brugðust ókvæða við dóminum og réðust gegn réttinum, og lýsti forsætisráðherrann þeirri skoðun, að landið myndi tæmast af fólki fengi dómurinn að standa." Og áfram var haldið:„Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrarmálið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekkert athugavert við þá mismunun sem bjó að baki fyrri dóminum 1998." Og niðurstaðan er þessi: „Hæstiréttur hafði verið barinn til hlýðni í augnsýn allrar þjóðarinnar." Vitnað er til tímaritsins Mannlífs sem aðalheimildar, nánar tiltekið „sem birtir samantekt um málið." Hér er rökum – reyndar órökstuddum fullyrðingum – beint gegn mönnum – dómendum – en ekki gegn röksemdum í dómunum – eða með öðrum orðum rökin beinast gegn manni en ekki málefni sem sýnir að höfundur er uppiskroppa með rök. Við könnun á forsendum dómanna hefði hann séð að málavextir voru ekki þeir sömu og það skýrir ólíkar niðurstöður. Þá víkur hann að dómi Landsdóms og áðurnefndum viðbrögðum Geirs og er niðurstaða hans þessi: „Virðingarleysi gagnvart lögum og rétti virðist landlægt í Sjálfstæðisflokknum." Og því til stuðnings vitnar hann í fyrirsögn forystugreinar í Fréttablaðinu: „Fæddist lítil mús". Ég vissi reyndar ekki að ritstjórar Fréttablaðsins væru sérstakir talsmenn Sjálfstæðisflokksins. Í framhaldi af því víkur hann að málflutningi „tveggja þjóðkunnra prófessora" sem vitni „um sams konar virðingarleysi." Þessir „þjóðkunnu prófessorar" eru Þráinn Eggertsson og sá sem þetta ritar. Heimildin er viðtal við Þráin sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. og Þorvaldur fullyrðir að við segjum „fullum fetum að lögbrot geri lagabætur óþarfar." Nú stendur upp á Þorvald að finna þessum orðum stað í texta sem hann styður fullyrðingu sína við. Þá fyrst getur rökræða hafizt. Síðan heldur hann áfram og segir að við viðurkennum ekki stjórnarskrárbrotið sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi látið til sín taka með bindandi áliti. Fyrst skal leiðrétt að álit nefndarinnar eru ekki bindandi. Þegar efni þess er metið kemur í ljós að hún reisir álit sitt á röngum forsendum með því að leggja til grundvallar að veiðireynsla 1980-83 hafi ráðið úthlutun aflaheimilda. Þá vitnar hún ranglega í lögin um stjórn fiskveiða þegar í áliti hennar stendur að „fiskimiðin" í stað „nytjastofnarnir" séu sameign þjóðarinnar. Loks byggir hún niðurstöðu sína á framangreindum lagatexta um sameign þjóðarinnar sem hefur enga merkingu í skilningi eignarréttar, en er þó í umræðum skilin þeim skilningi. Loks segir hann: „Annar [væntanlega Þráinn Eggertsson] bætir við „… nær engin tengsl eru milli löghlýðni þjóða og lögbókanna sem þær nota. Menn fara sínu fram." Og útlegging Þorvalds á þessum texta, sem mér hefur reyndar ekki tekizt að finna í Morgunblaðsviðtalinu, er á þessa leið: „Eftir þessari kenningu er lögbrjótum einum treystandi til að setja lög og semja stjórnarskrá." Við þessari útleggingu er ekki nema eitt svar: Ætla mætti að Þorvaldur hafi ekki lesið viðtalið, þar sem orðræðan snýst að mestu leyti um það sem Þráinn kallaði nafngildi laga og raungildi sem felur í sér að bókstafur laganna segi einatt lítt til um raunverulega stjórnarhætti, og gjarnan hefði mátt rökræða. Hitt er þó líklegra að hann hafi talið kappræðu á grundvelli tilbúinna forsendna líklegri til að styðja skoðanir sínar en rökræðu sem afhjúpaði merkingarlausan málstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í greinarkorni eftir mig sem birtist í Fréttablaðinu 26. apríl sl. gagnrýndi ég íslenzka umræðumenningu fyrir það, hvernig rökum sé beitt gegn mönnum en ekki málefnum, enda er það gjarnan tekið sem dæmi um rökþrot. Daginn eftir fékk ég svo staðfestingu ummæla minna í grein eftir Þorvald Gylfason sem birtist í helgarblaði DV (27.-29. apríl). Þar ræðir hann sjálfstæði Hæstaréttar og Landsdóms og tilefnið er dómurinn yfir Geir Haarde og þá sérstaklega þau ummæli Geirs að dómurinn sé pólitískur. Fyrst víkur hann máli sínu að sjálfstæði dómstóla og segir að fáheyrt sé í lýðræðisríkjum sem vilja rísa undir nafni að dómstólar sæti afskiptum eða árásum af hálfu stjórnmálamanna, hvorki þegar mál séu fyrir dómi né eftir að dómur sé fallinn. En því sé ekki að treysta lengur og til stuðnings tekur hann eftirfarandi tvö dæmi. Hann segir: „Árið 1998 bar þó svo við, að Hæstiréttur úrskurðaði, að fiskveiðistjórnarkerfið bryti í bága við stjórnarskrána" og þar átti hann við mál sem Valdimar Jóhannesson höfðaði gegn ríkinu. Síðan bætir hann við: „Oddvitar ríkisstjórnarinnar brugðust ókvæða við dóminum og réðust gegn réttinum, og lýsti forsætisráðherrann þeirri skoðun, að landið myndi tæmast af fólki fengi dómurinn að standa." Og áfram var haldið:„Og viti menn: hálfu öðru ári síðar sneri Hæstiréttur við blaðinu, þegar svipað mál (Vatneyrarmálið) kom til kasta réttarins. Nú sá Hæstiréttur ekkert athugavert við þá mismunun sem bjó að baki fyrri dóminum 1998." Og niðurstaðan er þessi: „Hæstiréttur hafði verið barinn til hlýðni í augnsýn allrar þjóðarinnar." Vitnað er til tímaritsins Mannlífs sem aðalheimildar, nánar tiltekið „sem birtir samantekt um málið." Hér er rökum – reyndar órökstuddum fullyrðingum – beint gegn mönnum – dómendum – en ekki gegn röksemdum í dómunum – eða með öðrum orðum rökin beinast gegn manni en ekki málefni sem sýnir að höfundur er uppiskroppa með rök. Við könnun á forsendum dómanna hefði hann séð að málavextir voru ekki þeir sömu og það skýrir ólíkar niðurstöður. Þá víkur hann að dómi Landsdóms og áðurnefndum viðbrögðum Geirs og er niðurstaða hans þessi: „Virðingarleysi gagnvart lögum og rétti virðist landlægt í Sjálfstæðisflokknum." Og því til stuðnings vitnar hann í fyrirsögn forystugreinar í Fréttablaðinu: „Fæddist lítil mús". Ég vissi reyndar ekki að ritstjórar Fréttablaðsins væru sérstakir talsmenn Sjálfstæðisflokksins. Í framhaldi af því víkur hann að málflutningi „tveggja þjóðkunnra prófessora" sem vitni „um sams konar virðingarleysi." Þessir „þjóðkunnu prófessorar" eru Þráinn Eggertsson og sá sem þetta ritar. Heimildin er viðtal við Þráin sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. og Þorvaldur fullyrðir að við segjum „fullum fetum að lögbrot geri lagabætur óþarfar." Nú stendur upp á Þorvald að finna þessum orðum stað í texta sem hann styður fullyrðingu sína við. Þá fyrst getur rökræða hafizt. Síðan heldur hann áfram og segir að við viðurkennum ekki stjórnarskrárbrotið sem Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna hafi látið til sín taka með bindandi áliti. Fyrst skal leiðrétt að álit nefndarinnar eru ekki bindandi. Þegar efni þess er metið kemur í ljós að hún reisir álit sitt á röngum forsendum með því að leggja til grundvallar að veiðireynsla 1980-83 hafi ráðið úthlutun aflaheimilda. Þá vitnar hún ranglega í lögin um stjórn fiskveiða þegar í áliti hennar stendur að „fiskimiðin" í stað „nytjastofnarnir" séu sameign þjóðarinnar. Loks byggir hún niðurstöðu sína á framangreindum lagatexta um sameign þjóðarinnar sem hefur enga merkingu í skilningi eignarréttar, en er þó í umræðum skilin þeim skilningi. Loks segir hann: „Annar [væntanlega Þráinn Eggertsson] bætir við „… nær engin tengsl eru milli löghlýðni þjóða og lögbókanna sem þær nota. Menn fara sínu fram." Og útlegging Þorvalds á þessum texta, sem mér hefur reyndar ekki tekizt að finna í Morgunblaðsviðtalinu, er á þessa leið: „Eftir þessari kenningu er lögbrjótum einum treystandi til að setja lög og semja stjórnarskrá." Við þessari útleggingu er ekki nema eitt svar: Ætla mætti að Þorvaldur hafi ekki lesið viðtalið, þar sem orðræðan snýst að mestu leyti um það sem Þráinn kallaði nafngildi laga og raungildi sem felur í sér að bókstafur laganna segi einatt lítt til um raunverulega stjórnarhætti, og gjarnan hefði mátt rökræða. Hitt er þó líklegra að hann hafi talið kappræðu á grundvelli tilbúinna forsendna líklegri til að styðja skoðanir sínar en rökræðu sem afhjúpaði merkingarlausan málstað.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun