Fjórir Íslendingar komu við sögu í markalausu jafntefli Hönefoss og Lilleström í fyrstu umferð norska boltans í dag.
Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Kristján Örn Sigurðsson voru í vörn Hönefoss sem fagnar eflaust stiginu vel. Hönefoss eru nýliðar í deildinni.
Pálmi Rafn Pálmason var á miðjunni hjá Lilleström og nældi sér í gult spjald. Þá spilaði Björn Bergmann Sigurðarson allan leikinn í framlínu liðsins. Stefán Logi Magnússon var hins vegar á varamannabekk Lilleström.
Fleiri Íslendingar verða í eldlínunni á morgun þegar fimm leikir fara fram.
Fyrsti leikur tímabilsins fór fram í gærkvöldi þegar meistararnir í Molde lögðu Strömsgodset á heimavelli 2-1.
