Öflugur stuðningur við atvinnuleitendur 24. mars 2012 06:00 Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast. Átakið Ungt fólk til athafna hófst í ársbyrjun 2010. Í árslok 2011 höfðu um 5.000 ungmenni tekið þátt í átakinu og af þeim hópi voru um 3.000 farin af atvinnuleysisskrá. Verkefnið ÞOR – Þekking og reynsla er ætlað fólki á aldrinum 30–70 ára og hófst í ágúst 2010. Um síðustu áramót höfðu 7.500 tekið þátt í verkefninu og var hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða farinn í nám. Síðastliðið haust hófst verkefnið Nám er vinnandi vegur og hófu rúmlega 900 atvinnuleitendur nám í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Átaksverkefnið Vinnandi vegur er nýhafið, ætlað atvinnuleitendum sem verið hafa án vinnu í eitt ár eða lengur. Með góðri samvinnu atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið afar góð og þegar þetta er skrifað hafa þegar orðið til um 1.000 ný starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur á grundvelli þessa nýja átaks. Atvinnutorg er nýtt úrræði fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi í samstarfi sveitarfélaganna, velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Markmiðið er að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumarkaði né í námi ráðgjöf og stuðning og finna því úrræði við hæfi sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefnameðferð eða starfsendurhæfingu. Úrræði standa til boða óháð rétti þessara einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er það nýmæli. Reynslan sýnir að erfiðleikar á vinnumarkaði snerta fólk misjafnlega en bitna hvað harðast á ungu fólki, sérstaklega því með stutta skólagöngu að baki og litla reynslu á vinnumarkaði. Mikilvægur hluti af verkefnum atvinnutorganna felst í því að hafa uppi á þeim sem standa utan kerfisins, þ.e. ungmennum sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi. Ég nefndi í fyrri grein minni að atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði hafi reynst árangursrík. Á ársgrundvelli hafa um 63% þátttakenda fengið viðvarandi starf og horfið af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Af þeim sem taka þátt í úrræðum á borð við ýmis námskeið eða klúbbastarf er þetta hlutfall um 25–30%. Þetta þýðir þó ekki að þessi úrræði skili ekki góðum árangri. Kannanir meðal þátttakenda sýna almennt mjög jákvæð viðhorf og það mat að úrræðin styrki þá og séu góður undirbúningur fyrir atvinnuþátttöku síðar meir. Það segir sig hins vegar sjálft að bein tengsl við atvinnulífið með reynsluráðningum eða starfsþjálfun gefa atvinnuleitendum kost á að sanna getu sína á vettvangi sem hefur reynst mörgum happadrjúgt. Síðastliðin tvö sumur hafa stjórnvöld efnt til átaksverkefnis þar sem hátt í 900 námsmenn og atvinnuleitendur hafa átt kost á sumarstörfum hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélögunum. Ákveðið hefur verið að endurtaka þetta í sumar enda reynslan afar góð og ánægja gagnkvæm hjá þeim sem lagt hafa til störf og þeim sem ráðnir hafa verið til starfa. Vinnumálastofnun hefur staðið við stjórnvölinn í öllum þeim átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í, jafnframt því að annast hefðbundin vinnumarkaðsúrræði á vegum stofnunarinnar. Verkefnin eru að stærstum hluta fjármögnuð úr Atvinnuleysistryggingasjóði en ríkið hefur einnig lagt fram verulega fjármuni og það gera einnig sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem leggja til störf og starfstengd úrræði. Þessum fjármunum er tvímælalaust vel varið þar sem markmiðið er að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis með því að gefa fólki kost á að byggja sig upp til framtíðar með þátttöku í verðugum verkefnum eða námi. Ávinningurinn er ótvíræður, ekki aðeins fyrir þá sem taka þátt heldur samfélagið í heild sinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjartur Hannesson Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar allir leggjast á eitt er árangurinn vís var yfirskrift greinar í Fréttablaðinu 14. mars þar sem ég sagði frá átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í til að sporna við atvinnuleysi og alvarlegum afleiðingum þess. Áhersla hefur verið lögð á fjölbreytt framboð verkefna og viðfangsefna þannig að atvinnuleitendur geti fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi sem styrkir stöðu þeirra og eykur líkur á starfi þegar aðstæður á vinnumarkaði lagast. Átakið Ungt fólk til athafna hófst í ársbyrjun 2010. Í árslok 2011 höfðu um 5.000 ungmenni tekið þátt í átakinu og af þeim hópi voru um 3.000 farin af atvinnuleysisskrá. Verkefnið ÞOR – Þekking og reynsla er ætlað fólki á aldrinum 30–70 ára og hófst í ágúst 2010. Um síðustu áramót höfðu 7.500 tekið þátt í verkefninu og var hátt í helmingur þeirra kominn með starf eða farinn í nám. Síðastliðið haust hófst verkefnið Nám er vinnandi vegur og hófu rúmlega 900 atvinnuleitendur nám í framhaldsskólum, frumgreinadeildum, háskólum og framhaldsfræðslu. Átaksverkefnið Vinnandi vegur er nýhafið, ætlað atvinnuleitendum sem verið hafa án vinnu í eitt ár eða lengur. Með góðri samvinnu atvinnurekenda, sveitarfélaga, stéttarfélaga og ríkisins standa vonir til að unnt verði að ráða um 1.500 manns af atvinnuleysisskrá í ný starfstengd vinnumarkaðsúrræði um allt land. Viðbrögð atvinnurekenda hafa verið afar góð og þegar þetta er skrifað hafa þegar orðið til um 1.000 ný starfstækifæri fyrir atvinnuleitendur á grundvelli þessa nýja átaks. Atvinnutorg er nýtt úrræði fyrir fólk á aldrinum 16–25 ára og voru fjögur slík opnuð nýlega í Reykjavík, Reykjanesbæ, Hafnarfirði og Kópavogi í samstarfi sveitarfélaganna, velferðarráðuneytisins og Vinnumálastofnunar. Markmiðið er að veita ungu fólki sem hvorki er á vinnumarkaði né í námi ráðgjöf og stuðning og finna því úrræði við hæfi sem geta falist í starfsþjálfun eða atvinnu, námi eða námstengdum úrræðum, áfengis- eða vímuefnameðferð eða starfsendurhæfingu. Úrræði standa til boða óháð rétti þessara einstaklinga innan atvinnuleysistryggingakerfisins og er það nýmæli. Reynslan sýnir að erfiðleikar á vinnumarkaði snerta fólk misjafnlega en bitna hvað harðast á ungu fólki, sérstaklega því með stutta skólagöngu að baki og litla reynslu á vinnumarkaði. Mikilvægur hluti af verkefnum atvinnutorganna felst í því að hafa uppi á þeim sem standa utan kerfisins, þ.e. ungmennum sem hvorki eru skráð með fjárhagsaðstoð né atvinnuleysisbætur og eru ekki í vinnu eða námi. Ég nefndi í fyrri grein minni að atvinnutengd vinnumarkaðsúrræði hafi reynst árangursrík. Á ársgrundvelli hafa um 63% þátttakenda fengið viðvarandi starf og horfið af atvinnuleysisskrá þremur mánuðum eftir að þátttöku lýkur. Af þeim sem taka þátt í úrræðum á borð við ýmis námskeið eða klúbbastarf er þetta hlutfall um 25–30%. Þetta þýðir þó ekki að þessi úrræði skili ekki góðum árangri. Kannanir meðal þátttakenda sýna almennt mjög jákvæð viðhorf og það mat að úrræðin styrki þá og séu góður undirbúningur fyrir atvinnuþátttöku síðar meir. Það segir sig hins vegar sjálft að bein tengsl við atvinnulífið með reynsluráðningum eða starfsþjálfun gefa atvinnuleitendum kost á að sanna getu sína á vettvangi sem hefur reynst mörgum happadrjúgt. Síðastliðin tvö sumur hafa stjórnvöld efnt til átaksverkefnis þar sem hátt í 900 námsmenn og atvinnuleitendur hafa átt kost á sumarstörfum hjá stofnunum ríkisins og sveitarfélögunum. Ákveðið hefur verið að endurtaka þetta í sumar enda reynslan afar góð og ánægja gagnkvæm hjá þeim sem lagt hafa til störf og þeim sem ráðnir hafa verið til starfa. Vinnumálastofnun hefur staðið við stjórnvölinn í öllum þeim átaksverkefnum sem ráðist hefur verið í, jafnframt því að annast hefðbundin vinnumarkaðsúrræði á vegum stofnunarinnar. Verkefnin eru að stærstum hluta fjármögnuð úr Atvinnuleysistryggingasjóði en ríkið hefur einnig lagt fram verulega fjármuni og það gera einnig sveitarfélög og aðrir atvinnurekendur sem leggja til störf og starfstengd úrræði. Þessum fjármunum er tvímælalaust vel varið þar sem markmiðið er að vinna gegn neikvæðum áhrifum atvinnuleysis með því að gefa fólki kost á að byggja sig upp til framtíðar með þátttöku í verðugum verkefnum eða námi. Ávinningurinn er ótvíræður, ekki aðeins fyrir þá sem taka þátt heldur samfélagið í heild sinni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun