Ef táknmálstúlkar segja upp fer líf mitt á hvolf Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar 21. desember 2012 06:00 Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæðingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á viðburði barnanna og táknmálstúlkur túlkar þá, við kynnumst vinum barnanna okkar og foreldrum þeirra, við förum í leikhús með börnunum okkar, ættarmót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venjuleg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóðfélagsþegnar þegar við fáum táknmálstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðdís Dögg Eiríksdóttir Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Kæru æðstu yfirmenn hjá mennta- og menningarmálaráðuneytinu, ég bið ykkur að veita táknmálstúlkum mannsæmandi laun. Ef þeir segja upp fer líf mitt, fjölskyldu minnar, vina minna og margra annarra sem eru mér kærir á hvolf. Nýverið var móðurmál mitt viðurkennt í lögum sem jafnrétthátt íslenskri tungu og er ég stolt af þjóð okkar að stíga það skref. Mannréttindi, forréttindi eða heppni, ég upplýsi ykkur lesendur góðir, að það að segja mig heppna að fá táknmálstúlk eða að ég ætti að vera þakklát að fá táknmálstúlk er ekki rétt. Ég á rétt á því að vera heil manneskja, móðir barnanna minna, taka þátt í félagslífi þeirra, vera virkur þjóðfélagsþegn og það geri ég með reisn ef borin er virðing fyrir mannréttindum mínum. Ég vil ekki þurfa að vera bogin og skríða til þess að fá að gera þessa hluti í mínu daglega lífi. Ég og fjölskylda mín njótum lífsins með reisn. Við hjónin erum döff, eigum þrjú yndisleg börn sem hafa alist upp við táknmál frá fæðingu. Við njótum þess að taka þátt í uppeldi þeirra, öllu sem kemur að þeirra daglega lífi. Við sitjum við sama borð og aðrir foreldrar þegar við mætum á viðburði barnanna og táknmálstúlkur túlkar þá, við kynnumst vinum barnanna okkar og foreldrum þeirra, við förum í leikhús með börnunum okkar, ættarmót, fjölskylduboð, fermingu, skírn og allt þetta venjulega sem þið gerið í lífi ykkar. Við erum venjuleg fjölskylda í Kópavoginum sem nýtur þess að vera íslenskir þjóðfélagsþegnar þegar við fáum táknmálstúlk og virðing er borin fyrir mannréttindum okkar til að nota táknmálstúlk óháð stað, stund og kringumstæðum. Við viljum sinna okkar daglegu skyldum og njóta lífsins á okkar eigin móðurmáli. Hver dagur í bið er dýr fyrir þjóðfélagið og líf okkar, sem og barnanna.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun