Allir að hamra inn nagla Pawel Bartoszek skrifar 21. desember 2012 06:00 Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Pawel Bartoszek Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Er nóg fyrir ríkið að það vilji vita – á þinn kostnað? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Sagan um gardínurnar Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir skrifar Skoðun 24. janúar og risastórt vistspor Íslands Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Sjá meira
Ég er aurvaldssinni. Það er svona míní-auðvaldssinni. Mér finnst það ekki endilega óendanlega magnað að til sé fólk sem hefur orðið ríkt af því að breyta rafmagni í ál eða fundið olíu og tekist að selja hana. Ekki að segja að það sé eitthvað sem „allir geta" eða að þeir sem það geri séu vont fólk. En það er ekki í frumframleiðslunni sem sköpunarkraftur hins frjálsa markaðar kemur hvað skýrast fram. Jafnvel í ömurlegu, miðstýrðu hagkerfi gæti einhver líkegast framleitt ál og grætt á því. Öllu merkilegra er þegar menn breyta engu í eitthvað. Að einhver skyldi geta fengið pening fyrir að teikna klúrar spýtukallamyndir, semja tónlist eða halda uppi bloggi, það er virkilega merkilegt. Allir sem reynt hafa að fá pening fyrir að gera eitthvað sniðugt með hausnum vita að það er fáranlega erfitt. Enn erfiðara er að fá nóg til að geta lifað af því, hvað þá að fá nógu mikið til að verða ríkur (og þá sjálfkrafa öfundaður fyrir að fá borgað fyrir að „gera ekki neitt"). Hilla hátt uppi Nái menn einhverjum vinsældum fylgir þeim þó gjarnan ákveðin virðing. En sú hilla liggur hátt uppi. Úti um allt er fullt af fólki sem er ekki jafnsniðugt og Hugleikur og er ekki með jafngrípandi lag og Of Monsters and Men en er samt að reyna og mætir oft takmörkuðum skilningi. Ég er ekki endilega að tala um að ríkið vilji ekki gefa þessum frumkvöðlum nógu mikinn pening (eins og oft er átt við þegar „takmarkaðan skilning" ber á góma). Ég á við að samborgarar þessa fólks viðurkenna stundum ekki að það sem þeir gera sé yfirhöfuð vinna. Það birtist með ýmsum hætti. Tökum dæmi. Grafískur hönnuður er beðinn um að hanna heimasíðu. Líklegt er að hann sé spurður 1. hvort hann vilji gera það frítt 2. hvort hann taki virkilega svona mikið fyrir þetta 3. hvort hann geti virkilega ekki gert þetta frítt, heimasíðan er ekki fyrir neitt gróðafélag og hann fær góða auglýsingu út á þetta 4. hvort hann geti ekki komið með nokkrar hugmyndir sem síðan verður valið úr 5. hvort það þurfi samt að borga honum ef þetta verður ljótt 6. hvort hann muni ekki örugglega líka hanna lógóið, gera fullt af öðrum hlutum og hvort það kosti nokkuð aukalega. Frítt parkett Setjum nú upp sama dæmið með parkettlagningarmanni. Myndu menn biðja hann um að vinna vinnu sína frítt? Myndu menn spyrja hann hvort þeir þyrftu að borga ef þeim fyndist parkettið ljótt? Myndu menn, eftir að verkinu er lokið, biðja um að fá að sjá hvernig þetta lítur út með öðru gólfefni? Myndu menn svo biðja hann um að bæta við parketti í svefnherbergið nokkrum mánuðum síðar og vera hissa á því að það kosti meira? Nú er auðvitað ekki útilokað að iðnaðarmenn lendi í einhverju af þessu. Til dæmis að kúnnar borgi ekki ef þeir eru ósáttir. En það er síður algengt að menn hringi í iðnaðarmann, biðji hann um að gera eitthvað og geri ráð fyrir að honum mistakist það. Iðnaðarmaðurinn er líka síður líklegur til að vera reglulega beðinn um að leggja frítt parkett hjá hinum og þessum með þeim orðum að þetta sé allt rosalega „góð auglýsing fyrir hann". Þetta er enn augljósara með hráefni. Myndi einhver labba út í búð, sjá hillu fulla af hveiti og spyrja hvort hann mætti ekki kippa með sér einum pakka, án þess að borga, því „það virðist vera nóg til"? Varla. Fólk skilur að hráefni kostar. Fólk skilur líka að vinna kostar en sumir skilja það minna og minna eftir því sem vinnan er minna líkamleg. Auðvitað er það ekki algilt. Ef enginn vildi borga fólki fyrir að breyta engu í eitthvað mundi enginn gera neitt af slíku. Raunin er sem betur fer önnur. En stundum þegar ég horfi á suma stjórnmálamenn tala fæ ég þessa tilfinningu: Að sumum finnist engin verðmæti verða til nema einhver sveifli skóflu eða hamri nagla í vegg.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar og sveitarfélaga: Tími til að fjárfesta í framtíð barna okkar Kristján Gísli Stefánsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur menntunar – Framhaldsfræðslan, fimmta stoð menntunar Guðjónína Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun