Nýr áfangi í aðildarviðræðum Stefán Haukur Jóhannesson og Björg Thorarensen og Þorsteinn Gunnarsson skrifa 21. desember 2012 06:00 Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samningskafla sem hefur verið opnaður á sama fundi frá því að viðræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að færast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningaviðræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samningskaflinn um evruna var opnaður á ríkjaráðstefnunni 18. desember sl. kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þetta greiðir götu fyrir mögulegri þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahagsramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efnahagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnuhópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðning eru þau sem glíma meðal annars við fámenni, strjálbýli, einhæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi viðmið. Verkefnið í samningaviðræðunum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í uppbyggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samningsafstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga (og tengjast þannig sjávarútvegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst lokaáfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu samráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utanríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skilmerkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmunamál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félagasamtaka, stofnana og sérfræðinga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutning Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðildarsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Skoðun Goðsögnin um UFS-sjóði sem róttækar „woke"- fjárfestingar Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Framtíð Öskjuhlíðar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vanhæfur Sjálfstæðisflokkur Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Sjá meira
Í vikunni fór fram ríkjaráðstefna í Brussel þar sem samningar hófust um sex nýja málaflokka í aðildarviðræðum Íslands og ESB. Það er mesti fjöldi samningskafla sem hefur verið opnaður á sama fundi frá því að viðræðurnar hófust, en samanlagt voru opnaðir níu samningskaflar í formennskutíð Kýpur á síðustu sex mánuðum. Kaflarnir sem nú er byrjað að semja um eru flestir utan EES-samstarfsins, eins og evran og byggðamálin, og því má segja að viðræðurnar séu að færast inn á ný svið. Viðræður eru nú hafnar um 27 málaflokka af þeim 33 sem semja þarf um, en það eru um 4/5 allra mála. Þetta er umtalsverður árangur á þeim 18 mánuðum sem liðnir eru frá því að efnislegar samningaviðræður hófust. Evrumálin eru mikilvæg Þegar samningskaflinn um evruna var opnaður á ríkjaráðstefnunni 18. desember sl. kom fram í máli fulltrúa ESB að Ísland hefði fullnægjandi getu til að taka þátt í myntsamstarfinu, og taka upp evruna að uppfylltum ákveðnum efnahagslegum skilyrðum. Þetta greiðir götu fyrir mögulegri þátttöku Íslands í myntsamstarfinu ERM II. Þá gæti íslenska krónan komist í skjól með því að tengjast evrunni og efnahagsramma hennar, og þannig yrði lagður grunnur að auknum efnahagslegum stöðugleika. Um leið benti fulltrúi ESB á að tryggja þyrfti enn betur sjálfstæði Seðlabanka Íslands. Áður en til aðildar gæti komið yrði einnig nauðsynlegt að afnema gjaldeyrishöftin á Íslandi. Sameiginlegur vinnuhópur Íslands, ESB, Seðlabanka Evrópu og AGS skoðar það brýna úrlausnarefni sérstaklega. Tækifæri í byggðamálum Um þriðjungur útgjalda ESB rennur til byggðamála. Markmið byggðastefnu Evrópusambandsins er að jafna stöðu svæða í Evrópu og það er gert með því að styðja við verkefni sem stuðla að atvinnuuppbyggingu og bæta samkeppnishæfni á þeim svæðum sem eiga undir högg að sækja. Þau svæði sem einkum fá stuðning eru þau sem glíma meðal annars við fámenni, strjálbýli, einhæft atvinnulíf, erfitt náttúrufar og almennt harðbýlar aðstæður. Þetta hljómar kunnuglega fyrir okkur hér á Íslandi og það er mat samninganefndarinnar að Ísland uppfylli flest ef ekki öll þessi viðmið. Verkefnið í samningaviðræðunum er að búa þannig um hnúta að íslensk sveitarfélög, stofnanir og fyrirtæki geti nýtt sér þann stuðning sem er í boði innan ESB en í því felast mörg tækifæri. Við höfum fundið fyrir miklum áhuga þessara aðila að taka þátt í uppbyggingarverkefnum ESB á sviði byggðamála. Hvað gerist næst? Eftir er að hefja viðræður um fimmtung samningskafla. Ísland hefur þegar afhent samningsafstöðu sína í samningsköflum um matvælaöryggi og dóms- og innanríkismál, og boltinn er því hjá Evrópusambandinu í þeim málum. Samninganefndin heldur nú áfram að undirbúa samningsafstöðu Íslands í landbúnaði og sjávarútvegi, og tvo EES-kafla sem fjalla um staðfesturétt, þjónustufrelsi og frjálsa fjármagnsflutninga (og tengjast þannig sjávarútvegskaflanum). Fram undan er að ljúka okkar undirbúningsvinnu á næstu misserum, í nánu samráði við hagsmunaaðila og Alþingi, hér eftir sem hingað til, og hefja svo viðræður um þessa kafla. Þá verða öll málefnin sem semja þarf um komin upp á borðið – þá hefst lokaáfanginn. Hagsmunir Íslands, og færni samningsaðila beggja vegna borðsins að finna lausnir, munu ráða hraðanum. Þolinmæði og úthald eru mikilvægir eiginleikar í samningum. Fagleg framvinda Samninganefndin hefur leitast við að starfa af fagmennsku. Sérhvert skref í viðræðunum hefur verið vandlega undirbúið að höfðu samráði við fjölmarga aðila og þannig hefur mikilvægum áföngum verið náð. Samvinna við Alþingi hefur verið góð, þótt vissulega séu þar skiptar skoðanir um Evrópumálin eins og eðlilegt er í lýðræðisríki. Öll meiriháttar mál, þ.m.t. samningsafstaða Íslands í öllum köflum, hafa verið rædd í utanríkismálanefnd og eftir atvikum fagnefndum þingsins. Öll gögn málsins hafa verið birt jafnt og þétt og samninganefndin hefur lagt sig fram um að upplýsa skilmerkilega um stöðu og framvindu viðræðnanna. Þannig á það líka að vera því viðræðurnar um aðild Íslands eru grundvallarhagsmunamál sem varðar alla þjóðina. Það er okkar mat að framlag þeirra fjölmörgu hagsmunaaðila, félagasamtaka, stofnana og sérfræðinga sem lagt hafa hönd á plóginn í samningavinnunni hingað til hafi verið ómetanlegt og gert málflutning Íslands áhrifameiri. Verkefni okkar í samninganefnd Íslands er skýrt: Að tryggja hagsmuni Íslands og koma heim með aðildarsamning sem Íslendingar geta tekið afstöðu til í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun