Innlent

Siv vill banna myndatökur í og við dómshús

Siv Friðleifsdóttir, þingkona, fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg.
Siv Friðleifsdóttir, þingkona, fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur við Lækjartorg. Mynd/GVA
Siv Friðleifsdóttir, þingkona Framsóknarflokksins, hefur lagt frumvarp fram á Alþingi þess efnis að myndatökur í og við dómshús verði bannaðar. Aðrir en dómstólarnir sjálfir mega því ekki taka upp myndskeið eða myndir í dómshúsum.

Í frumvarpinu segir að mjög hafi færst í vöxt að reynt sé að ná myndum af aðilum og vitnum í dómsmáli en Siv telur að það leiði til þess að hinn ákærði og vitni þurfa jafnan að hafa vara á sér - í stað þess að einbeita sér að málsvörn sinni eða vitnaleiðslum. Dæmi séu um að vitni hafi viljað koma sér undan því að bera vitni vegna þessa.

Nálgast má frumvarpið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×