„Ég er ekki í neinum hefndarhug“ 22. nóvember 2012 09:21 Egill Einarsson er í opinskáu viðtali í Monitor í dag. „Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu fer Egill yfir víðan völl og talar opinskátt um nauðgunarkæruna sem barst honum síðastliðið haust. Ríkissaksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að gefa út ákæru í málinu, þar sem ekki þótti líkur á sakfellingu. Nú hefur ríkissaksóknari fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp," segir Egill. „Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút. Ég hafði nú samt alltaf meiri áhyggjur af fjölskyldunni minni, hvernig þau höndluðu þennan skelfilega áburð. Þetta hafði mikil áhrif á móður mína til dæmis, hún tók þetta nærri sér. Fósturmamma Gurrýjar, unnustu minnar, lést í janúar og það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir," segir Egill. Hann segir að áður en kæran var lögð fram hafi fólk haft miklar skoðanir á sér. Hann hafi verið búinn að storka femínistum til gamans „og það var eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar. Drífa Snædal, sem hefur verið framarlega í femínistahreyfingunni, skrifaði umsvifalaust grein undir yfirskriftinni „ég heimta opinbera ákæru" án þess að geta mögulega vitað neitt um hvað hún var að tala," segir Egill. Spurður, að ef lögreglan finni ekki nógu miklar sannanir til að ákæra stúlkurnar, hvort hann sé þá kominn aftur á byrjunarreit, segir Egill. „Nei. Ég get ekki séð það þannig að allt hangi á því hvað kemur út úr þessari rannsókn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gangnvart þeim sem lögðu fram kæru á sínum tíma en í mínum huga blasir við að hún er á annarlegum forsendum. Engu að síður bind ég vonir við að lögreglan sjái að það er mikilvægt að fá formlega niðurstöðu út úr þessu. Gögn málsins æpa á meinsæri, en ég hef hvorki vilja né nennu til að fara í einhver smáatriði hér," segir hann.Viðtalið má lesa í heild sinni hér. Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
„Ég dró mig úr sviðsljósinu meðan þetta mál var í gangi. Afhverju ætti ég að draga mig úr sviðsljósinu til lengri tíma, ég er saklaus af þessum viðbjóði sem ég var sakaður um. Það kemur náttúrulega ekkert til greina að ég láti nokkra vitleysinga og rangar sakargiftir stjórna lífi mínu," segir Egill „Gillzenegger" Einarsson, í einlægu viðtali við unglingablaðið Monitor sem kom út í dag. Í viðtalinu fer Egill yfir víðan völl og talar opinskátt um nauðgunarkæruna sem barst honum síðastliðið haust. Ríkissaksóknari ákvað að ekki væri tilefni til að gefa út ákæru í málinu, þar sem ekki þótti líkur á sakfellingu. Nú hefur ríkissaksóknari fyrirskipað lögreglu að rannsaka hvort Egill hafi verið hafður fyrir röngum sakargiftum og hvort framburður vitna í máli hans hafi verið rangur. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á líf mitt. Það er erfitt að lýsa því hvernig það er að vera sakaður um glæp sem maður framdi ekki, og svona hræðilegan glæp," segir Egill. „Við erum að tala um margar andvökunætur og það var leiðinlegt að sofna með hnút í maganum og vakna með sama hnút. Ég hafði nú samt alltaf meiri áhyggjur af fjölskyldunni minni, hvernig þau höndluðu þennan skelfilega áburð. Þetta hafði mikil áhrif á móður mína til dæmis, hún tók þetta nærri sér. Fósturmamma Gurrýjar, unnustu minnar, lést í janúar og það var sérkennilega erfitt að fylgja henni til grafar í skugga nauðgunarkæru. Sko, það sem ég er að reyna að segja er að þetta litar líf manns, eiginlega setur skugga á allt sem maður gerir," segir Egill. Hann segir að áður en kæran var lögð fram hafi fólk haft miklar skoðanir á sér. Hann hafi verið búinn að storka femínistum til gamans „og það var eins og sumar þeirra fögnuðu þessari kæru, eins ósmekklegt og það hljómar. Drífa Snædal, sem hefur verið framarlega í femínistahreyfingunni, skrifaði umsvifalaust grein undir yfirskriftinni „ég heimta opinbera ákæru" án þess að geta mögulega vitað neitt um hvað hún var að tala," segir Egill. Spurður, að ef lögreglan finni ekki nógu miklar sannanir til að ákæra stúlkurnar, hvort hann sé þá kominn aftur á byrjunarreit, segir Egill. „Nei. Ég get ekki séð það þannig að allt hangi á því hvað kemur út úr þessari rannsókn. Ég er ekki í neinum hefndarhug gangnvart þeim sem lögðu fram kæru á sínum tíma en í mínum huga blasir við að hún er á annarlegum forsendum. Engu að síður bind ég vonir við að lögreglan sjái að það er mikilvægt að fá formlega niðurstöðu út úr þessu. Gögn málsins æpa á meinsæri, en ég hef hvorki vilja né nennu til að fara í einhver smáatriði hér," segir hann.Viðtalið má lesa í heild sinni hér.
Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira