Leiðréttum stökkbreytt lán Frosti Sigurjónsson skrifar 22. nóvember 2012 06:00 Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Tugþúsundir heimila og fyrirtækja glíma við gríðarlegan skuldavanda. Vandinn er til kominn vegna lána sem voru ýmist gengistryggð eða verðtryggð og stökkbreyttust í hruninu. Þessi lán voru aldrei ætluð sem trygging lánveitenda gegn hruni. Það þarf að grípa til aðgerða. Sá sem tók gengis- eða verðtryggt lán fyrir hrun var eflaust sáttur við að bæta lánveitanda þá rýrnun sem orðið gæti á krónunni við eðlilegar aðstæður. Ekki er ólíklegt að báðir aðilar hafi gert ráð fyrir að árleg verðbólga gæti orðið 3-6% til lengri tíma litið. Ekkert bendir til að aðilar hafi séð hrun hagkerfisins fyrir. Enginn reiknaði því með að lán væru ígildi tryggingar gegn slíku hruni. Svo kom efnahagshrun af áður óþekktri stærðargráðu. Hrunið var atburður sem snerti alla á Íslandi. Það var ekki á valdi lántakenda að afstýra hruninu. Ef til vill voru bankar og lánveitendur í betri aðstöðu til þess. En hvers vegna ættu lántakendur að bera tjónið einir? Nú telja lánveitendur sig í rétti til að innheimta stökkbreytt lán að fullu. Þeir hafi í raun eignast tryggingu gegn hruni með því að veita gengis- og verðtryggð lán. Hér liggur vandinn. Lausnin felst í því að lántakendur gefi eftir hluta stökkbreyttra lána þannig að tjónið af hruninu deilist jafnt á báða aðila. Hvernig getur orðið sátt í okkar samfélagi án þess að þetta óréttlæti sé leiðrétt? Á meðan heimili og smærri fyrirtæki berjast í bökkum vegna stökkbreyttra lána kemst hagkerfið vart í gang. Allir munu tapa á því, ekki síst lánardrottnar. Tilviljanakenndar leiðréttingar Úrræði stjórnvalda hafa því miður ekki beinst að leiðréttingu lána, heldur að lækkun lána hjá fólki sem getur ekki borgað hvort sem er. Hvaða gagn eða réttlæti er í slíkum úrræðum? Þar sem stjórnvöld eru aðgerðalaus, leita lántakendur til dómstóla og spyrja: Voru gengislánin ólögleg? Því miður hafa dómstólar tekið þannig á málunum að þeir hafa aðallega látið orðalag gengislánasamninga ráða úrslitum. Það hefur því verið tilviljanakennt hverjir hafa fengið leiðréttingu og mismunun virðist fara vaxandi eftir því sem fleiri dómar falla. Sum gengislán dæmd ólögleg, önnur ekki, þó virðast lánin sambærileg í öllum aðalatriðum. Enn minni von er til þess að verðtryggð lán verði dæmd ólögleg. Dómstólar munu vart leysa þennan vanda. Stjórnvöld verða að leysa málið. Þau gætu spurt: Er eðlilegt eða sanngjarnt að lánasamningar með gengis- eða verðtryggingu tryggi lánveitanda gegn efnahagshruni af áður óþekktri stærðargráðu? Svarið hlýtur að vera nei! Létta ósanngjörnum byrðum Vilji stjórnvöld leiðrétta stökkbreytt lán, þá eru þeim ýmsar leiðir færar. Það mætti leggja skatt á lánveitendur stökkbreyttra lána og láta skattinn renna til lántakenda. Slík skattlagning og tilfærsla þarf ekki að vera brot á eignarrétti frekar en eignaskattur. Útfærslan gæti tekið tillit til þess hvenær lán var tekið. Þannig mætti jafna tjóninu á milli lántakenda og lánveitenda með sanngjörnum hætti. Það er enn hægt að leiðrétta stökkbreytt lán sé vilji til þess. Lánin áttu aldrei að tryggja lánveitendur gegn efnahagshruni. Báðir aðilar ættu að bera tjónið í jöfnum mæli. Aðeins þannig má fá sátt í þetta erfiða mál. Með því að létta nú þegar ósanngjörnum byrðum af heimilum og fyrirtækjum, mun landið komast mörgum árum fyrr út úr kreppunni.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun