Þriggja stoða lífeyriskerfi 22. nóvember 2012 06:00 Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar – byggjum á trausti, ekki tortryggni Helga Kristín Kolbeins skrifar Skoðun Fé án hirðis Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson skrifar Skoðun Gæludýr geta dimmu í dagsljós breytt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Myllan sem mala átti gull Andrés Kristjánsson skrifar Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pírati pissar í skóinn sinn Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Fáum presta aftur inn í skólana Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Rösk og reiðubúin fyrir landsbyggðina Hópur Röskvuliða skrifar Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson skrifar Sjá meira
Oft er rætt um nauðsyn þess að byggja lífeyriskerfi þjóða á þremur meginstoðum. Hér á landi hefur einmitt verið farin slík leið í öllum meginatriðum og á erlendum vettvangi er Ísland tekið sem dæmi um vel heppnaða uppbyggingu. Lífeyrissjóðir, almannatryggingar og frjáls sparnaður mynda þessar þrjár meginstoðir. Hver þeirra hefur sérstöku hlutverki að gegna. Engin ein stoðanna nær þeim markmiðum sem stefnt er að en séu þær allar til staðar má byggja öflugt lífeyriskerfi sem nær til allra. Meginmarkmiðið er að tryggja öllum viðunandi ellilífeyri auk þess sem lífeyriskerfin þurfa að veita áfallatryggingar vegna örorku og ótímabærs fráfalls. Hversu öflug lífeyriskerfi geta verið fer fyrst og fremst eftir efnahag hverrar þjóðar og hvort framsýni og fyrirhyggja ráða för. Öflugt atvinnulíf sem er undirstaða góðs efnahags hlýtur því ávallt að verða meginforsenda öflugs lífeyriskerfis. Framfærsla lífeyrisþega Hlutverk lífeyrissjóðanna í þessu samspili stoðanna þriggja er að annast að stærstum hluta framfærslu lífeyrisþega. Hér á landi hafa verið að byggjast upp sterkir lífeyrissjóðir sem nú þegar standa undir 58% af lífeyrisgreiðslum á móti almannatryggingum og þetta hlutfall fer hækkandi. Afar mikilvægt er að byggja upp lífeyrissjóðina vegna þess að útgreiðslur úr þeim byggja að meirihluta til á fjármagnstekjum. Sé það vanrækt hjá þjóð með þann metnað í lífeyrismálum sem við höfum á Íslandi má ætla að skattlagning á laun þyrfti í framtíðinni að nema yfir 25% til þess að fjármagna lífeyrisgreiðslur með samtíma skattgreiðslum. Hlutverk almannatrygginganna er að tryggja tiltekið lágmark lífeyris. Þar sem myndun lífeyrisréttinda í lífeyrissjóðum byggir á iðgjöldum af launum verða alltaf einhverjir einstaklingar sem ekki ná að afla sér ásættanlegra lífeyrisréttinda. Það verður alltaf drjúgur hópur sem af einhverjum ástæðum stendur utan vinnumarkaðar, tímabundið eða alfarið. Því verður alltaf þörf á greiðslum úr almannatryggingum en það gildir líka að geta samfélagsins til þess að standa undir myndarlegu lágmarki lífeyris fer eftir því hversu vel hefur tekist til við uppbyggingu lífeyrissjóðanna. Traust eignastaða Hlutverk hins frjálsa sparnaðar er að byggja upp eignastöðu. Langflest heimili vilja byggja upp trausta eignastöðu óháð lífeyrisréttindum. Að vissu leyti draga lífeyrissparnaður og almannatryggingar úr þörfinni fyrir sparnað og eignamyndun heimilanna. Traust eignastaða skapar engu að síður mikið öryggi á allri lífsleiðinni og möguleika til að verjast áföllum sem á geta dunið og hafa ekkert með lífeyristryggingar að gera. Stærsti hluti frjálsrar eignamyndunar hjá heimilunum í landinu er í íbúðarhúsnæði en flestum okkar þykir eftirsóknarvert að eignast þak yfir höfuðið. Til viðbótar eru svo ýmis konar almennur sparnaður og eignarhlutir í fyrirtækjum. Hinn frjálsi sparnaður og eignamyndun gefur fólki aukinn sveigjanleika og valmöguleika þegar líður á ævina. Margir nýta eignalega stöðu sína til að koma sér vel fyrir í ellinni með kaupum á viðeigandi húsnæði. Allar þrjár stoðirnar þurfa að vinna vel saman til að skapa heild þar sem búið er að lífeyrisþegum með sóma og af metnaði. Sífelld þörf er á umræðu um lífeyrismál til þess að vega og meta árangur þess fyrirkomulags sem við höfum valið. Breytingar þurfa að vera yfirvegaðar og treysta lífeyriskerfið til lengri tíma. Stöðugleiki og fyrirsjáanleiki skipta miklu máli.
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir skrifar
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun