Lífið

Eiga von á barni með hjálp staðgöngumóður

Raunveruleikastjörnurnar Giuliana og Bill eiga loksins von á barni.
Raunveruleikastjörnurnar Giuliana og Bill eiga loksins von á barni.
Eftir áralangar tilraunir til þess að eignast barn tilkynntu raunveruleikastjörnurnar og hjónin Giuliana Rancic og Bill að þau ættu nú loksins von á barni með hjálp staðgöngumóður.

„Bænum okkur hefur verið svararð, við erum í skýjunum," sagði Giuliana þegar hún tilkynnti fréttirnar.



Giuliana sem sér um E!News ásamt Ryan Seacrest á sjónvarpsstöðinni E! er nýbúin að jafna sig eftir brjóstakrabbamein ásamt því að hafa misst ítrekað fóstur.

Krabbameinið komst upp í miðri frjósemismeðferð og því óhætt að segja að það sé búið að ganga mikið á hjá þeim hjónum.



Aðdáendur hjónanna og raunveruleikaþáttarins um líf þeirra, Giuliana & Bill sem sýndur er á E! eru einnig í skýjunum með fréttirnar eftir að hafa fylgst með erfiðleikunum á skjánum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.