Fjórðungur útgjalda ákveðinn fyrirfram 24. apríl 2012 08:00 skeggrætt Steingrímur J. Sigfússon hætti sem fjármálaráðherra um síðustu áramót. Fjárlaganefnd telur að vinna við fjárlagagerð hafi batnað til muna, en boðar frumvarp um að mörkuðum tekjustofnum verði snarfækkað.fréttablaðið/gva Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira
Meirihluti fjárlaganefndar Alþingis telur að of stór hluti útgjalda ríkisins hvert ár sé fastur í mörkuðum tekjustofnum. Nú lætur nærri að um fjórðungur útgjalda sé fyrirfram ákveðinn og telur nefndin það allt of hátt hlutfall. Nefndarálit um frumvarp til lokafjárlaga fyrir 2010 var lagt fram á Alþingi fyrir helgi. Meirihluti fjárlaganefndar leggur til að frumvarp fjármálaráðherra um lokafjárlögin verði samþykkt óbreytt. Fjárlaganefndin telur eðlilegra að mun lægra hlutfall útgjalda sé markað fyrirfram, „enda í langflestum tilfellum mun gegnsærra og einfaldara fyrirkomulag að láta þessa tekjustofna renna í ríkissjóð og veita þess í stað bein framlög til reksturs og framkvæmda í samræmi við ákvarðanir og forgangsröðun fjárlaga hverju sinni." Sigríður Ingibjörg Ingadóttir, formaður fjárlaganefndar, og meirihlutinn boða frumvarp um afnám mörkun ríkistekna. Í því kemur fram að fjárlagaheimildir til ráðstöfunar árið 2010 voru 579 milljarðar króna. Útgjöld ársins námu hins vegar tæpum 602 milljörðum króna og fjárlagahallinn var 22,7 milljarðar króna. Í meirihlutaálitinu kemur fram að 33 milljarða króna framlag til Íbúðalánasjóðs skýri þann halla, en sú greiðsla var samþykkt í fjáraukalögum 2010. Að því framlagi undanskildu var staðan á ríkissjóði í árslok jákvæð um 10,3 milljarða. Fjárlaganefndin telur að áður en til slíkra fjárheimilda komi þurfi að upplýsa Alþingi betur. „Nauðsynlegt er að Alþingi sé að fullu upplýst um fjárhagsstöðu sjóða áður en kemur að veitingu heimilda af þessu tagi, þannig að tryggt sé á hvaða forsendum framlög eru veitt og að fullt samræmi sé á milli fjárheimilda og reiknings að þessu leyti," segir í áliti meirihlutans. Nefndin telur að vinnubrögð við fjárlagagerð hafi batnað og hlutverk fjárlaganefndarinnar aukist. Bætt hafi verið úr því ósamræmi sem verið hafi um árabil á milli lokafjárlagafrumvarps og ríkisreiknings, varðandi fjárhæðir sem flytjast frá fyrra ári fyrir fjárlagaliði. „Hins vegar kemur enn fram mismunur á einstaka viðfangsefnum innan fjárlagaliða. Meirihlutinn leggur áherslu á að bætt verði úr því í frumvarpi til lokafjárlaga ársins 2011." kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Fleiri fréttir Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Sjá meira