Félagið Kolvetni stofnað um olíuvinnslu á Drekanum Kristján Már Unnarsson skrifar 29. mars 2012 18:35 Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. Stjórnina skipa Gunnlaugur Jónsson formaður, Haukur Óskarsson frá Mannviti og Norðmaðurinn Terje Hagevang en eigendur eru Gunnlaugur, Jón Helgi Guðmundsson í BYKO, Terje Hagevang og Verkfræðistofan Mannvit. Þeir Gunnlaugur og Jón Helgi eru hluthafar í breska olíuleitarfélaginu Valiant og einnig kanadíska félaginu Athabasca Oil Sands og áttu áður í norska félaginu Sagex, sem sameinaðist Valiant í fyrra. Þátttaka jarðfræðingsins Terje Hagevangs í íslenska félaginu gefur því mikinn styrk en hann hóf rannsóknir á olíujarðfræði Jan Mayen-svæðisins fyrir meira en þrjátíu árum og hefur áætlað að það geymi álíka miklar olíu- og gaslindir og Noregshaf. Terje stýrði áður Sagex og er nú forstjóri Noregsdeildar Valiant-olíufélagsins. Gunnlaugur segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að markmiðið sé að Íslendingar byggi upp eigin olíuiðnað. Það hafi reynst Norðmönnum mikil blessun að hafa fundið olíu hjá sér og menn voni að slíkt gerist einnig á Íslandi. Hann segir Verkfræðistofuna Mannvit hafa einna mesta þekkingu á olíugeiranum á Íslandi, bæði hvað varðar jarðfræðina og virðiskeðjuna og þá þjónustu sem þurfi í landi. „Við höldum að Íslendingar eigi að taka beinan þátt í þessu, en ekki bara vera með erlend olíufyrirtæki sem koma og sækja olíuna og borga síðan bara skattinn. Þannig við við viljum byggja sem mest upp á Íslandi," segir Gunnlaugur. Hann kveðst ekki mega gefa upp að sinni hvaða erlent olíufélag verður í samstarfi við Kolvetni ehf. um Drekaumsókn á mánudag en segir það gott og traust félag með reynslu af olíuleit. Það framleiði einnig olíu og sé fjárhagslega sterkt. Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira
Aðaleigandi BYKO, Verkfræðistofan Mannvit og helsti sérfræðingur Norðmanna um Jan Mayen-hrygginn eru meðal stofnenda íslensks olíuleitarfélags sem ætlar að sækja um Drekasvæðið í samstarfi við fjársterkt erlent olíufélag. Markmiðið er að byggja upp íslenskan olíuiðnað. Kolvetni var skráð sem einkahlutafélag í dag um olíuleit og vinnslu. Stjórnina skipa Gunnlaugur Jónsson formaður, Haukur Óskarsson frá Mannviti og Norðmaðurinn Terje Hagevang en eigendur eru Gunnlaugur, Jón Helgi Guðmundsson í BYKO, Terje Hagevang og Verkfræðistofan Mannvit. Þeir Gunnlaugur og Jón Helgi eru hluthafar í breska olíuleitarfélaginu Valiant og einnig kanadíska félaginu Athabasca Oil Sands og áttu áður í norska félaginu Sagex, sem sameinaðist Valiant í fyrra. Þátttaka jarðfræðingsins Terje Hagevangs í íslenska félaginu gefur því mikinn styrk en hann hóf rannsóknir á olíujarðfræði Jan Mayen-svæðisins fyrir meira en þrjátíu árum og hefur áætlað að það geymi álíka miklar olíu- og gaslindir og Noregshaf. Terje stýrði áður Sagex og er nú forstjóri Noregsdeildar Valiant-olíufélagsins. Gunnlaugur segir í viðtali í fréttum Stöðvar 2 að markmiðið sé að Íslendingar byggi upp eigin olíuiðnað. Það hafi reynst Norðmönnum mikil blessun að hafa fundið olíu hjá sér og menn voni að slíkt gerist einnig á Íslandi. Hann segir Verkfræðistofuna Mannvit hafa einna mesta þekkingu á olíugeiranum á Íslandi, bæði hvað varðar jarðfræðina og virðiskeðjuna og þá þjónustu sem þurfi í landi. „Við höldum að Íslendingar eigi að taka beinan þátt í þessu, en ekki bara vera með erlend olíufyrirtæki sem koma og sækja olíuna og borga síðan bara skattinn. Þannig við við viljum byggja sem mest upp á Íslandi," segir Gunnlaugur. Hann kveðst ekki mega gefa upp að sinni hvaða erlent olíufélag verður í samstarfi við Kolvetni ehf. um Drekaumsókn á mánudag en segir það gott og traust félag með reynslu af olíuleit. Það framleiði einnig olíu og sé fjárhagslega sterkt.
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Innlent Fleiri fréttir Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Sjá meira