Enski boltinn

Henry: Ótrúleg tilfinning að skora sem stuðningsmaður

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Henry fagnar eftir leikinn í kvöld.
Henry fagnar eftir leikinn í kvöld. Nordic Photos / Getty Images
„Ég kom aftur til félagsnis sem stuðningsmaður. Það var ótrúlegt að skora mark sem stuðningsmaður Arsenal og núna veit ég hvernig sú tilfinning er," sagði markahetjan Thierry Henry eftir sigur sinna manna í Arsenal á Leeds í kvöld.

Henry var á mála hjá Arsenal í fjölda ára en fór frá félaginu árið 2007. Hann gerði nýverið lánssamning við liðið en hann er nú samningsbundinn New York Red Bulls í Bandaríkjunum. Þangað fer hann aftur í mars.

Hann kom inn á sem varamaður í kvöld og skoraði markið aðeins tíu mínútum síðar. „Ég veit það ekki - þetta er hálfskrýtið. Ég kom úr fríi í Mexíkó fyrir aðeins fimmtán dögum síðan og átti ekki von á því að ég myndi spila með Arsenal á ný - hvað þá sigurmark."

Henry var valinn maður leiksins hjá ESPN-sjónvarpsstöðinni sem sýndi leikinn í Englandi. Áhorfendur voru löngu byrjaður að kjósa hann þegar hann kom loksins inn á. „Það er auðvitað algjört grín en ég tek glaður við viðurkenningunni."

„Ég mun aldrei gleyma þessu kvöldi. Ég veit ekki af hverju, en eitthvað merkilegt vill oft gerast á milli mín og þessa félags. Stundum eitthvað slæmt en sagan sýnir að oftast er það eitthvað gott."


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×