Enski boltinn

Ipswich borgaði upp samninginn hans Ívars

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ívar Ingimarsson.
Ívar Ingimarsson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ívar Ingimarsson hefur spilað sinn síðasta leik fyrir enska b-deildarliðið Ipswich Town þrátt fyrir að hafa átt fimm mánuði eftir af samningi sínum. Paul Jewell segir að tilraun hans að fá Ívar til liðsins hafi ekki gengið upp en varnarleikur Ipswich hefur verið í molum á tímabilinu.

„Félagið hefur samþykkt að borga upp samninginn hans. Þetta eru vonbrigði fyrir báða aðila en þetta gekk bara ekki upp hjá honum," sagði Paul Jewell, stjóri Ipswich Town við BBC.

Ívar kom til Ipswich á frjálsri sölu eftir að hafa leikið með Reading frá árinu 2003 en hann er orðinn 34 ára gamall og hefur verið atvinnumaður í Englandi í meira en tólf ár.

Ívar spilaði átta leiki fyrir Ipswich Town í ensku b-deildinni þar af kom hann tvisvar inn á sem varamaður. Ipswich liðið tapaði sjö síðustu leikjunum sem Ívar spilaði fyrir félagið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×