Enski boltinn

Mancini: Rooney sá til þess að Kompany var rekinn útaf

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Vincent Kompany fær hér rauða spjaldið.
Vincent Kompany fær hér rauða spjaldið. Mynd/Nordic Photos/Getty
Roberto Mancini, stjóri Manchester City, segir að Wayne Rooney beri ábyrgð á því að Vincent Kompany var rekinn útaf á tólftu mínútu í bikarleik Manchester-liðanna í gær. Manchester United komst í 3-0 í leiknum og vann á endanum 3-2 en City-liðið spilaði manni færri í 78 mínútur. "Þetta var ekki rautt spjald en Rooney sagði dómaranum hvað hann átti að dæma," sagði Roberto Mancini sem staðfesti síðan þá skoðun sína að Rooney hafi haft áhrif á dómarann. "Já, hann var nálægt dómaranum. Við munum áfrýja þessum dómi og ég er viss um að við vinnum. Þetta var 300 prósent ekki rautt spjald," sagði Mancini. Vincent Kompany er annars á leiðinni í fjögurra leikja bann því þetta var annað rauða spjaldið hans á tímabilinu. Kompany fékk rauða spjaldið fyrir tæklingu á Nani. Mancini sagði það ljóst að Kompany yrði ekki með í fyrri leiknum á móti Liverpool í undanúrslitum enska deildarbikarsins í vikunni en ítalski stjórinn verður þá án bæði Kompany og Kolo Toure sem er farinn í Afríkukeppnina.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×