Handbolti

Sterkir Króatar unnu sannfærandi sigur á Svíum

Balic og félagar eru sterkir sem fyrr.
Balic og félagar eru sterkir sem fyrr. vísir/getty
Fyrstu mótherjar Íslands á EM í Serbíu, Króatar, virðast vera í fínu formi um þessar mundir en þeir lögðu Svía í dag, 29-24.

Króatar unnu þar með fjögurra þjóða mótið sem fram fór þar um helgina.

"Þetta var fínn og hraður leikur en auðvitað hefðu úrslitin mátt vera öðruvísi. Mér finnst liðið engu að síður vera á réttri leið," sagði Ola Lindgren, annar þjálfara sænska liðsins.

Þjóðverjar áttu ekki eins góðan dag því þeir urðu að játa sig sigraða gegn Ungverjum, 21-22.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×