Enski boltinn

Van Persie hitti Maradona í Dúbaí

Persie, eiginkona og börnin þeirra tvö ásamt Maradona.
Persie, eiginkona og börnin þeirra tvö ásamt Maradona.
Langþráður draumur rættist hjá Hollendingnum Robin Van Persie, leikmanni Arsenal, í gær er hann hitti besta knattspyrnumann allra tíma, Diego Armando Maradona.

Van Persie er í fríi í Dúbaí og kom Maradona á óvart er hann birtist óvænt á æfingu hjá Al Wasl sem Maradona þjálfar.

"Ég hef alltaf dáð Maradona enda einn besti knattspyrnumaður allra tíma. Það hefði ekkert verið varið í þessa ferð til Dúbaí ef ég hefði ekki náð að hitta kallinn," sagði Van Persie.

Maradona var ánægður með heimsóknina. Spjallaði við Van Persie og svo spörkuðu þeir bolta á milli áður en stillt var upp í fjölskyldumyndatöku með argentínska goðinu.

"Van Persie er stjörnuleikmaður og einnig með sterkan karakter sem ég ber virðingu fyrir. Hann er mikil fyrirmynd annarra leikmanna," sagði Maradona auðmjúkur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×