Enski boltinn

Downing handtekinn fyrir að slá fyrrverandi kærustu sína

Stefán Árni Pálsson skrifar
Downing í leik með Liverpool.
Downing í leik með Liverpool. Mynd. Getty Images.
Knattspyrnumaðurinn Stewart Downing, leikmaður Liverpool, var handtekinn í gærkvöldi en hann ku hafa slegið fyrrverandi kærustu sína á næturklúbbi í Middlesborough.

„Hún gekk til eins vinar Downing og sagði greinilega eitthvað sem fór illa í leikmanninn," segir heimildarmaður enska blaðsins Daily Mail.

„Downing brást virkilega illa við og sló konuna fast í andlitið. Lögreglan var fljót á svæðið og vísaði Downing út úr húsinu. Við það gjörsamlega brjálaðist Downing sem lauk með því að hann var handtekinn".

Downing gekk í raðir Liverpool á síðasta ári en hefur ekki alveg náð sér á strik fyrir félagið. Það gengur mikið á í kringum klúbbinn þessa daganna og spurning hvort allt þetta áreiti fari að hafa áhrifa á spilamennsku liðsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×