Enski boltinn

Samba gæti verið á leiðinni til Tottenham í janúar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Chris Samba í leik með Blackburn.
Chris Samba í leik með Blackburn. Mynd. Getty Images
Harry Redknapp, knattspyrnustjóri Tottenham, hefur nú viðurkennt í breskum fjölmiðlum að hann hafi mikinn áhuga á því að fá Chris Samba til liðsins frá Blackburn.

Redknapp ætlar sér að næla í sterkan miðvörð til að styrkja hópinn en þeir Ledley King og William Gallas eiga það til að meiðast nokkuð reglulega.

Samba lék ekki með Blackburn gegn Newcastle í ensku bikarkeppninni um helgina sem rennir stoðum undir þá kenningu að leikmaðurinn sé á leiðinni á White Hart Lane í janúar.

„Samba er frábær leikmaður," sagði Redknapp við fjölmiðla ytra.

„Það er ekkert útilokað í þessum heimi. Eins og staðan er núna er hann leikmaður Blackburn en við höfum mikinn áhuga."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×