Enski boltinn

Maður handtekinn vegna kynþáttaníðs í garð Collymore á Twitter

Collymore í leik með Liverpool gegn Man. Utd.
Collymore í leik með Liverpool gegn Man. Utd.
Lögreglan á Englandi hefur handtekið mann sem var með kynþáttaníð í garð Stan Collymore, fyrrum knattspyrnuhetju, á Twitter-samskiptasíðunni.

Collymore kærði tvær Twitter-færslur til lögreglunnar sem tók málið strax föstum tökum og hefur nú handtekið 21 árs gamlan mann vegna málsins. Sá hefur eytt færslunum.

Bretar eru að taka mál tengd kynþáttaníði ákaflega föstum tökum þessa dagana eins og flestir ættu að hafa tekið eftir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×