Enski boltinn

Nýjasta tískuæðið | Leikmenn Spurs klippa sokkana sína í sundur

Dómarar eru farnir að kvarta yfir þessari sokkatísku hjá Bale og félögum.
Dómarar eru farnir að kvarta yfir þessari sokkatísku hjá Bale og félögum.
Nýjasta tískuæðið í enska boltanum er að klippa sokkana sína í sundur. Þar fara fremstir í flokki leikmenn Tottenham.

Mörgum leikmönnum ensku úrvalsdeildarinnar finnst best að spila í svokölluðum ökklasokkum og því klippa þeir sokkana sína í sundur.

Leikmenn þurfa engu að síður að vera í sokkum sem ná upp á hné í deildinni. Leikmennirnir nota því aðeins efri hlutann af fótboltasokkunum og nota svo teip á milli þeirra og ökklasokkanna.

Harry Redknapp, stjóri Spurs, er víst allt annað en ánægður með þessa þróun og ku hafa látið leikmennina heyra það er hann sá þá enn og aftur með skærin á lofti inn í klefanum.

Dómarar hafa þess utan verið að kvarta yfir þessu og líklegt að þetta verði bannað fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×