Enski boltinn

Leikmaður Oldham grét á Anfield eftir meint kynþáttaníð

Adeyemi tók atvikið mjög nærri sér. Varð reiður og grét síðan.
Adeyemi tók atvikið mjög nærri sér. Varð reiður og grét síðan.
Liverpool og lögreglan þar í borg ætla að rannsaka meint kynþáttaníð í garð Tom Adeyemi, leikmanns Oldham, í leik Liverpool og Oldham í enska bikarnum í gær.

Adeyemi brást illa við einhverju sem kom úr Kop-stúkunni seint í síðari hálfleik. Hann gaf lögreglunni síðar skýrslu um að í tvígang hefðu stuðningsmenn Liverpool verið með kynþáttaníð í hans garð.

Leikmaðurinn tók atvikið mjög nærri sér og grét inn á vellinum. Enginn hefur enn verið handtekinn vegna málsins.

"Verið er að rannsaka atvik sem átti sér stað í síðari hálfleik. Við munum vinna ítarlega með lögreglunni í þessu máli og reyna að komast að því hvað nákvæmlega gekk á," segir í yfirlýsingu frá Liverpool.

Þetta mál kemur upp á viðkvæmum tíma fyrir Liverpool enda nýbúið að dæma leikmann liðsins. Luis Suarez, í átta leikja bann fyrir kynþáttaníð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×