Enski boltinn

Yfirlýsing frá United og Rooney um frétt Independent: Algjört bull

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson.
Wayne Rooney og Sir Alex Ferguson. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United og Wayne Rooney voru fljót að senda frá sér yfirlýsingu í kvöld eftir að fréttist af forsíðufrétt The Independent á morgun um að Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, væri tilbúinn að selja enska landsliðsframherjann. Þar kemur fram að þessi frétt sé algjört bull og uppspuni frá rótum.

„Við höfum ekki séð allar staðreyndirnar í þessari frétt en við getum fullvissað stuðningsmenn Manchester United um það að stjórinn og félagið standa með Wayne Rooney og Rooney stendur með stjóranum og félaginu. Leikmaðurinn og stjórinn hafa alltaf borið mikla virðingu fyrir hvorum öðrum og bíða spenntir eftir því að fá að vinna áfram saman á næstu árum," stendur meðal annars í yfirlýsingunni á heimasíðu Manchester United.

Wayne Rooney var settur út úr liðinu fyrir Blackburn leikinn á dögunum og það hefur eflaust ýtt undir sögusagnir um að hann væri hugsanlega á förum. Það lítur samt út fyrir að frétt The Independent á morgun sé orðin gömul og úrelt frétt áður en blaðið kemur úr prentun í nótt.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×