Handbolti

9 dagar í EM í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Snorri Steinn og Róbert fagna hér sigri með landsliðinu.
Snorri Steinn og Róbert fagna hér sigri með landsliðinu. Mynd/Pjetur
Snobbi, eins og þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson hafa stundum kallað sig eru báðir að fara taka þátt í sínu tíunda stórmóti á EM í Serbíu.

Snorri Steinn var fyrst með á HM í Portúgal 2003 og hefur verið á öllum stórmótum síðan nema á HM í Túnis 2005. Róbert var fyrst með á EM í Slóveníu 2004 og hefur ekki misst úr stórmót síðan.

Snorri Steinn hefur alls spilað 57 leiki og skorað 256 mörk á þessum níu stórmótum eða 4,5 mörk að meðaltali í leik. Róbert hefur spilað 59 leiki og er með 160 mörk í þeim eða 2,7 mörk að meðaltali í leik.

Snorri Steinn og Róbert hafa ekki misst af EM síðan að þeir tóku fyrst þátt í Slóveníu 2004 og eru því á leiðinni á sitt fimmta Evrópumót saman. Þeir eru vanir að vera herbergisfélagar á meðan keppnunum stendur og það breytist væntanlega ekki núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×