Innlent

Aðgerðaráætlun vegna brjóstafyllinga kynnt í næstu viku

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Brjóstafyllingarnar hafa valdið fólki töluverðum ótta.
Brjóstafyllingarnar hafa valdið fólki töluverðum ótta. mynd/ getty.

Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi ætla að kynna aðgerðaráætlun í næstu viku til þess að aðstoða þær konur sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar. Verið er að safna nauðsynlegum upplýsingum til að fá yfirsýn yfir umfang málsins hér á landi og erlendis.



PIP fyllingarnar hafa verið töluvert til umræðu á Íslandi, og víðar, síðastliðna daga eftir að í ljós kom að þær geta lekið og grunur vaknaði um að þær geti valdið krabbameini. Landlæknir og Lyfjastofnun fylgjast grannt með þróun mála varðandi málið, eftir því sem fram kemur á vef Landlæknis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×