Enski boltinn

Leikur Liverpool og Oldham í kvöld verður sýndur beint á Stöð 2 Sport

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stewart Downing hefur ekki ennþá skorað fyrir Liverpool.
Stewart Downing hefur ekki ennþá skorað fyrir Liverpool. Mynd/Nordic Photos/Getty
Liverpool og Oldham taka forskot á bikarhelgina í enska boltanum þegar liðin mætast í kvöld á Anfield í fyrsta leiknum í 3. umferð keppninnar en ensku úrvalsdeildarliðin koma nú inn í keppnina. Leikurinn verður í beinni á Stöð 2 Sport en það fékkst ekki staðfesting á því fyrr en í dag. Útsendingin hefst klukkan 19.50 og leikurinn byrjar síðan tíu mínútum síðar.

Oldham Athletic A.F.C. í 13. sæti í ensku C-deildinni og er því 52 sætum neðar í töflunni en Liverpool sem er í 6. sæti í ensku úrvalsdeildinni. Þetta er fyrsti leikur liðanna síðan að þau mættust í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 1993-94 en Liverpool hefur unnið alla þrjá bikarleiki liðanna til þessa.

Liverpool vann enska bikarinn síðast fyrir sex árum en hefur dottið út í fyrsta leik undanfarin tvö tímabili. Liverpool datt út á móti Manchester United í fyrra og Reading árið á undan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×