Enski boltinn

Auðvelt hjá Aston Villa

Albrighton fagnar marki sínu.
Albrighton fagnar marki sínu.
Aston Villa rúllaði auðveldlega áfram í ensku bikarkeppninni í dag. Liðið lagði þá Bristol Rovers á útivelli, 1-3.

Marc Albrighton skoraði eina mark fyrri hálfleiks en þeir Gabriel Agbonlahor og Ciaran Clark bættu við mörkum í þeim síðari. Scott McGleish minnkaði muninn undir lokin og hann klúðraði svo vítaspyrnu skömmu síðar.

Þetta var lokaleikur dagsins í enska boltanum. Á morgun verður síðan stórleikur umferðarinnar klukkan 13.00 er Manchesterliðin mætast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×