Enski boltinn

Stjóri Ipswich: Kaupin á Ívari voru mistök

Ívar í leik með Ipswich.
Ívar í leik með Ipswich. Mynd/Nordic Photos/Getty
Ekki hefur gengið neitt sérstaklega hjá stjóranum Paul Jewell síðan hann við liði Ipswich af Roy Keane fyrir um ári. Jewell viðurkennir að hafa gert mistök.

Þar á meðal hafi hann gert mistök á leikmannamarkaðnum. Meðal annars með því að fá Ívar Ingimarsson sem hefur ekki þótt leika vel með Ipswich.

"Það er alltaf gott að vera vitur eftir á. Ívar lék vel með Reading í fyrra og var í liði þeirra er þeir töpuðu ekki 12 leikjum í röð," sagði Jewell sem gæti misst starfið sitt fljótlega ef Ipswich fer ekki að ganga betur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×