Enski boltinn

Dalglish sér ekki eftir neinu

Það er liðið eitt ár síðan Kenny Dalglish tók við stjórnartaumunum á nýjan leik hjá Liverpool og hann segist ekki vilja hafa breytt neinu á þessu eina ári.

Ýmislegt hefur gerst á þessu eina ári og Liverpool keypti meðal annars sinn dýrasta leikmann frá upphafi í Andy Carroll.

"Það hefur verið mikið að gera í starfi en ég myndi ekki breyta neinu af því sem ég hef gert," sagði Dalglish.

"Svo hefur liðið sjálft tekið miklum framförum a´vellinum. Það var stór stund fyrir mig er ég var beðinn um að koma aftur hingað. Það var ekki síður ánægjulegt þegar ég var beðinn um að halda áfram starfi mínu hjá félagsinu."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×