Enski boltinn

Messan: Er Bosingwa í ruglinu?

Jose Bosingwa, bakvörður Chelsea, var tekinn fyrir í Sunnudagsmessunni nú á dögunum en hann átti ekki sinn besta leik í 1-1 jafnteflinu gegn Wolves nú í vikunni.

Reynir Leósson, margreyndur varnarmaður úr íslenska boltanum, tók Bosingwa á beinið. „Hann staðsetur sig alveg agalega illa," sagði Reynir. „Það er ekki hægt að segja að hann sé gamall eða hægur - heldur er hann bara að staðsetja sig fáránlega."

Gary Cahill mun vera á leið til Chelsea en þeir félagar í messunni ræddu einnig um hann og háar launakröfur hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×