Enski boltinn

Messan: Gylfi er hannaður fyrir enska boltann

Gylfi Þór Sigurðsson er kominn til Swansea í ensku úrvalsdeildinni og líst þeim félögum í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 Sport vel á það.

„Það er frábært að fá hann," sagði Hjörvar Hafliðason. „Mér leist aldrei á þetta Hoffenheim-dæmi hjá Gylfa. Mér fannst það félagskipti sem einhver umboðsmaður hefur ýtt í gegn. Gylfi er eins og hannaður fyrir enska boltann."

Gylfi lék sem kunnugt er lengi með Reading í ensku B-deildinni áður en hann var seldur til Hoffenheim í ágúst 2010. Hann er enn samningsbundinn Hoffenheim til loka tímabilsins 2014.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×