Handbolti

10 dagar í EM í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Diener
Ísland hefur einu sinni náð að verða efst af Norðurlandaþjóðunum í úrslitakeppni Evrópumótsins en það var þegar Strákarnir okkar náðu bronsinu á EM í Austurríki 2010.

Danir höfðu þá verið efstir frændþjóðanna á þremur Evrópukeppnum í röð (gull 2008, brons 2006 og 2004) en Svíar voru efstir Norðurlandaþjóðanna á fyrstu fimm Evrópumótunum þar af unnu þeir gullið á fjórum þeirra.

Norðurlandaþjóð hefur unnið til verðlauna á öllum Evrópumótunum nema 1996 þegar Svíar voru í 4. sæti eftir tap á móti Júgóslavíu í bronsleiknum. Svíar unnu gullið 1994, 1998, 2000 og 2002.

Á EM 2002 í Svíþjóð urðu Norðurlandaþjóðir í þremur af fyrstu fjórum sætunum. Svíar unnu gull og Danir tóku síðan bronsið eftir sigur á Íslandi í leiknum um 3. sætið.



Efsta Norðurlandaþjóðin á EM í gegnum tíðina:

EM 1994 - Svíþjóð, gull (Danmörk 4. sæti)

EM 1996 - Svíþjóð, 4. sæti

EM 1998 - Svíþjóð, gull

EM 2000 - Svíþjóð, gull

EM 2002 - Svíþjóð, gull - Danmörk, brons (Ísland 4. sæti)

EM 2004 - Danmörk, brons

EM 2006 - Danmörk, brons

EM 2008 - Danmörk, gull

EM 2010 - Ísland, brons




Fleiri fréttir

Sjá meira


×