Enski boltinn

Sneijder útilokar ekki að fara frá Inter í mánuðinum

Fjölmiðlar þreytast seint á því að orða Hollendinginn Wesley Sneijder við Man. Utd og nýjustu ummæli hans hafa kynt bálið enn frekar. Þá neitar Sneijder að útiloka þann möguleika að hann fari frá Inter í janúar.

"Ég myndi segja að það væru svona 90 prósent líkur á því að ég verði áfram hjá Inter út tímabilið. Ég vil ekki segja 100 prósent því maður veit aldrei hvað getur gerst," sagði Sneijder.

United er sagt hafa verið komið langleiðina með að kaupa hann síðasta sumar en háar launakröfur kappans urðu þess valdandi að United hætti við.

Ensku meistararnir eru í vandræðum á miðjunni og þar sem Darren Fletcher spilar ekki meira í vetur og fleiri hafa verið meiddir er talið líklegt að United reyni að kaupa hann áður en glugginn lokar á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×