Handbolti

Enginn Kjelling á EM

Úr leik. Kjelling verður ekki með á EM.
Úr leik. Kjelling verður ekki með á EM.
Norska handknattleikssambandið hefur staðfest á vef sínum að stórskyttan Kristian Kjelling muni ekki spila með norska landsliðinu á EM.

Þetta er mikið áfall fyrir Norðmenn enda Kjelling algjör lykilmaður í norska liðinu. Þetta er að sama skapi góð tíðindi fyrir andstæðinga norska liðsins og þar á meðal Ísland sem er í riðli með Noregi.

Kjelling meiddist á læri í vináttuleik gegn Egyptalandi í gær og það mun taka hann nokkrar vikur að jafna sig af meiðslunum.

Önnur norsk skytta, Kjetil Strand, verður heldur ekki með norska liðinu vegna meiðsla. Markvörðurinn reyndi Steinar Ege gaf svo ekki kost á sér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×