Enski boltinn

Bendtner handtekinn eftir slagsmál á hóteli

Vandræðin halda áfram að elta Danann Nicklas Bendtner, leikmann Sunderland, á röndum. Nú hefur spurst út að Daninn hafi verið handtekinn eftir slagsmál á hóteli.

Bendtner var að slást við ónefndan mann og voru þeir báðir handteknir. Lögreglan ákvað að sleppa því að kæra þá og slapp Bendnter með skrekkinn að þessu sinni. Atvikið átti sér stað í september á síðasta ári og var fyrst að leka út núna.

Umboðsmaður Bendtner segir að brjálaður maður hafi ráðist á framherjann danska með þeim afleiðingum að þeir slógust.

Bendtner var því handtekinn í tvígang undir lok síðasta árs. Hann var nefnilega einnig handtekinn við að skemma bíla í Newcastle. Afrakstur ársins var því þrjú mörk og tvær handtökur.

Svo hneykslaði Bendnter landa sína er hann vildi fá fríar pizzur í Kaupmannahöfn og bauð upp á stjörnustæla í hæsta gæðaflokki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×