Enski boltinn

Toure-bræður ekki með gegn Man. Utd

Toure-bræður eru væntanlega farnir að pakka.
Toure-bræður eru væntanlega farnir að pakka.
Þjálfari landsliðs Fílabeinsstrandarinnar, Francois Zahoui, hefur neitað beiðni Man. City um að leyfa Toure-bræðrunum að spila með City gegn Man. Utd á sunnudag.

Yaya og Kolo Toure eru báðir í landsliðshópi Fílabeinsstrandarinnar í Afríkukeppninni og samkvæmt reglum FIFA þurfa þeir að vera farnir til síns heima fyrir sunnudaginn.

"Félögin þekkja reglurnar. Ég býst við því að þeir mæti á tilsettum tíma," sagði Zahoui.

Um er að ræða mikilvægan leik í bikarnum og ljóst að City mun sakna Yaya í leiknum en bróðir hans hefur lítið spilað í vetur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×