Enski boltinn

Howard skoraði mark ársins í enska boltanum

Tim Howard, markvörður Everton, skoraði ótrúlegt mark í gærkvöldi gegn Bolton. Hann sparkaði þó boltanum úr eigin teig og alla leið í mark Bolton.

Mikill vindur var á vellinum og svo skoppaði boltinn ótrúlega hátt fyrir utan teig Bolton. Markvörður liðsins gerði ekki ráð fyrir því og yfir hann sigldi boltinn.

Hægt er að sjá markið og önnur tilþrif leiksins hér að ofan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×