Enski boltinn

Chelsea ekki til í að mæta launakröfum Cahill

Það er greinilega af sem áður var hjá Chelsea því peningar gætu staðið í vegi fyrir því að Gary Cahill komi til félagsins frá Bolton. Hér áður fyrr skiptu peningar engu hjá Chelsea.

Hermt er að Cahill vilji fá 100 þúsund pund í vikulaun og fjórar milljónir punda beint í vasann fyrir að skrifa undir hjá félaginu.

Cahill er þess utan ekkert sérstaklega ánægður með að stjóri Chelsea, Andre Villas-Boas, hafi gefið í skyn að leikmaðurinn sé gráðugur.

Villas-Boas sagði að enn væri gjá milli viðræðuaðila enda vill Cahill fá góðan pening.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×