Enski boltinn

Mörg lið á eftir Onuoha

Onuoha í leik gegn Man. City.
Onuoha í leik gegn Man. City.
Það verður ekki mikið mál fyrir Nedum Onuoha að finna sér nýtt félag fyrir mánaðarlok en Man. City hefur tjáð honum að hann megi fara frá félaginu.

QPR og Wolves hafa bæði sett sig í samband við City út af leikmanninum og svo hafa Bolton og WBA einnig áhuga.

Newcastle og Sunderland hafa einnig verið að bræða með sér að gera tilboð í leikmanninn.

Þessi fyrrum unglingalandsliðsmaður Englands mun líklega verða seldur á um 3 milljónir punda.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×