Handbolti

Norðmenn óttast að Kjelling missi af EM

Kjelling í leik með Noregi.
Kjelling í leik með Noregi. nordicphotos/afp
Svo gæti farið að Norðmenn verði án sinnar stærstu stjörnu á EM í Serbíu en stórskyttan Kristian Kjelling meiddist í vináttuleik gegn Egyptum í gær.

Kjelling yfirgaf völlinn sárþjáður eftir að hafa meiðst í lærinu. Óttast Norðmenn að eitthvað sé rifið og ef svo er þá mun Kjelling missa af mótinu. Það mun væntanlega koma í ljós í dag hversu alvarleg meiðsli Kjelling eru. Hann mun þó klárlega missa af vináttuleikjum gegn Frökkum sem eru fram undan.

Ef Kjelling gengur úr skaftinu er það þriðji leikmaðurinn sem Noregur verður án en markvörðurinn Steinar Ege spilar ekki á EM sem og Kjetil Strand sem skoraði 19 mörk gegn Íslandi á EM 2006.

Ísland er í riðli með Noregi á EM.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×