Enski boltinn

Suarez biðst afsökunar en þó ekki beint til Evra

Farsinn í kringum leikbann Luis Suarez, leikmanns Liverpool, heldur áfram í dag. Suarez hefur sent frá sér opinbera afsökunarbeiðni þar sem eftir því er tekið að hann biður Patrice Evra, leikmann Man. Utd, ekki afsökunar á beinan hátt.

Suarez var dæmdur í átta leikja bann fyrir að vera með kynþáttaníð í garð Evra. Þeim dómi verður ekki áfrýjað þó svo Suarez segist vera saklaus.

"Ég játaði að hafa notað spænskt orð einu sinni, og aðeins einu sinni. Ég hef lofað að gera það ekki aftur," sagði Suarez og talar þar um orðið negro.

"Ég notaði ekki orðið á neikvæðan hátt en ef það móðgaði einhvern þá biðst ég afsökunar."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×