Enski boltinn

Ferguson: Tvö frábær mörk komu þeim í bílstjórasætið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sir Alex Ferguson tók Wayne Rooney útaf í kvöld.
Sir Alex Ferguson tók Wayne Rooney útaf í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, var vitanlega ekki hress eftir 3-0 skell á móti Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en þetta var annað tap United-liðsisn í röð og liðið hefur fengið á sig þrjú mörk í þeim báðum.

„Saga leiksins var að þeir skoruðu tvö frábær mörk sem komu þeim í bílstjórasætið og þeir ætluðu sér aldrei að missa það frá sér," sagði Sir Alex Ferguson en Demba Ba og Yohan Cabaye skoruðu mörkin á 33. og 47. mínútu.

„Við fengum okkar tækifæri en þetta eru frábær úrslit fyrir Man City. Við erum ekki vanir því að tapa tveimur leikjum í röð en það jákvæða var að við fengum allavega leikmenn til baka í kvöld," sagði Ferguson.

„Þetta er ekki tíminn til að fara á taugum og við höfum reynsluna til þess að vinna okkur út úr þessu. Við þurfum bara að koma okkur aftur á sporið," sagði Ferguson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×