Enski boltinn

Owen Coyle: Veit ekki hvort þetta var síðasti leikur Cahill

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Gary Cahill fagnar sigrinum í kvöld.
Gary Cahill fagnar sigrinum í kvöld. Mynd/Nordic Photos/Getty
Gary Cahill var hetja Bolton-manna í kvöld þegar hann skoraði sigurmarkið í 2-1 sigri á Everton á Goodison Park. Cahill er væntanlega á förum frá félaginu en Bolton hefur samþykkt tilboð frá Chelsea í enska landsliðsmanninn. Owen Coyle, stjóri Bolton, tjáði sig um málið eftir leikinn í kvöld.

„Þetta var stór sigur og sanngjarn sigur. Við vissum að við þurftum að spila okkar besta leik og við gerðum það. Vindurinn og aðstæðurnar voru erfiðar sem sást á þessu skrautlega marki Tim Howard því Adam Bogdan var vel staðsettur. Við trúum enn á það sem við erum að gera," sagði Owen Coyle en Bolton komst upp úr botnsætinu með þessum sigri sem var aðeins annar sigur liðsins í síðustu níu leikjum.

„Ég veit ekki hvort að þetta var síðasti leikur Gary Cahill. Félögin [Bolton og Chelsea] hafa komist að samkomulagi um kaupverð en fulltrúar Gary hafa aðeins náð einum fundi með Chelsea," sagði Coyle.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×