Enski boltinn

Howard fjórði markvörðurinn til að skora í ensku úrvalsdeildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
John Heitinga fagnar Tim Howard.
John Heitinga fagnar Tim Howard. Mynd/Nordic Photos/Getty
Bandaríski markvörðurinn Tim Howard skoraði ótrúlegt mark fyrir Everton á móti Bolton í ensku úrvalsdeildinni í kvöld en markið skoraði hann með mögnuðu skoti yfir allan völlinn. Howard er aðeins fjórði markvörðurinn sem nær að skora í sögu ensku úrvalsdeildarinnar.

Howard komst í kvöld í hóp með þeim Peter Schmeichel, Paul Robinson and Brad Friedel. Peter Schmeichel var fyrstur markvarða til að skora en hann gerði markið sitt með skalla eftir hornspyrnu í 2-3 tapi Aston Villa á móti Everton 20. október 2011.

Brad Friedel var annar markvörðurinn til að skora þegar hann skoraði fyrir Blackburn Rovers 21. febrúar 2004 en líkt og hjá Schmeichel þá kom markið hans eftir hornspyrnu.

Paul Robinson skoraði markið sitt fyrir Tottenham 17. mars 2007 og það voru því liðin tæplega fimm ár síðan að markvörður skoraði síðast.

Robinson var sá eini af þessum fjórum sem fagnaði sigri í leik sem hann skoraði en lið Schmeichel, Friedel og Howard töpuðu öll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×