Handbolti

11 dagar í EM í Serbíu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur Stefánsson skorar hjá Tomas Svensson á EM 2002.
Ólafur Stefánsson skorar hjá Tomas Svensson á EM 2002. Mynd/AFP
Ólafur Stefánsson er eini Íslendingurinn sem hefur náð því að verða markakóngur á Evrópumóti. Ólafur varð markahæstur á EM í Svíþjóð 2002 þegar hann skorað 58 mörk í 8 leikjum eða 7,3 mörk að meðaltali í leik og hafði betur í baráttunni við Svíann Stefan Lövgren.

Ólafur gaf einnig 54 stoðsendingar í þessum átta leikjum og kom því með beinum hætti að 112 mörkum íslenska liðsins eða 14,0 mörkum að meðaltali í leik.

Ólafur var einnig markahæsti leikmaður íslenska liðsins á EM 2004 og EM 2006 og hefur alls skorað 184 mörk í 33 leikjum í úrslitakeppni EM.



Markahæstu leikmenn íslenska landsliðsins á EM:

EM 2000 - Valdimar Grímsson 6,8 mörk í leik (41 mörk / 6 leikir)

EM 2002 - Ólafur Stefánsson 7,3 (58/8)

EM 2004 - Ólafur Stefánsson 6,7 (20/3)

EM 2006 - Ólafur Stefánsson 8,3 (33/4)

EM 2008 - Guðjón Valur Sigurðsson 5,7 (34/6)

EM 2010 - Arnór Atlason 5,1 (41/8)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×