Enski boltinn

Vinnie Jones sýnir hvernig gangsterar beita hjartahnoði

Harðjaxlinn og fyrrum knattspyrnukappinn Vinnie Jones hefur gert það nokkuð gott á hvíta tjaldinu síðan hann lagði skóna á hilluna.

Hann hefur nú ákveðið að gefa af sér og kennir skyndihjálp á hreint stórkostlegan hátt í myndbandinu hér að ofan.

Þar sýnir Vinnie hvernig gangsterar bera sig að þegar maður er í neyð.

Sjón er sögu ríkari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×